Vogabyggð gerð að íbúðarhverfi Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2015 17:28 Vegna breytinganna þarf að gera götur, torg, stíga, stofnlagnir, strandstíga og fleira. Mynd/Reykjavíkurborg Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu hjá Reykjavíkurborg verður Vogabyggð austan Sæbrautar breytt í íbúða- og atvinnusvæði. Í dag er svæðið eingöngu ætlað atvinnustarfsemi, en eftir breytingarnar verður fjórðungur húsnæðis þar ætlaður atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu eftir breytingarnar. Á vef Reykjavíkurborgar segir að sérstökur starfshópur hafi fengið umboð til að semja lóðarhafa á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillagna og samningsramma. Þar segir að uppbyggingin muni auka verðmæti lóðanna verulega og áformað sé að semja við lóðarhafa um fyrirkoumlag uppbyggingarinnar og þátttöku þeirra. „Í samþykkt borgarráðs áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að hefja ekki framkvæmdir við uppbyggingu hverfisins fyrr en lóðarhafar sem ráða yfir 70 prósent af nýju byggingarmagni á viðkomandi svæði hafa skuldbundið sig til þátttöku og að ráðast í uppbyggingu á sínum lóðum. Lóðarleigusamningar á svæðinu eru alls 50 og lóðarhafar um 140 talsins.“ Vegna breytinganna þarf að gera götur, torg, stíga, stofnlagnir, strandstíga og fleira. Þar að auki er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu á skólpdælustöð. „Verði hverfinu breytt í íbúðahverfi með 1.100 íbúðum kallar það á byggingu grunn- og leikskóla, en gert er ráð fyrir að ráðist verði í slíka framkvæmd samhliða uppbyggingu íbúða. Frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu innviða hverfisins nemur tæpum 5 milljörðum.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu hjá Reykjavíkurborg verður Vogabyggð austan Sæbrautar breytt í íbúða- og atvinnusvæði. Í dag er svæðið eingöngu ætlað atvinnustarfsemi, en eftir breytingarnar verður fjórðungur húsnæðis þar ætlaður atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu eftir breytingarnar. Á vef Reykjavíkurborgar segir að sérstökur starfshópur hafi fengið umboð til að semja lóðarhafa á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillagna og samningsramma. Þar segir að uppbyggingin muni auka verðmæti lóðanna verulega og áformað sé að semja við lóðarhafa um fyrirkoumlag uppbyggingarinnar og þátttöku þeirra. „Í samþykkt borgarráðs áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að hefja ekki framkvæmdir við uppbyggingu hverfisins fyrr en lóðarhafar sem ráða yfir 70 prósent af nýju byggingarmagni á viðkomandi svæði hafa skuldbundið sig til þátttöku og að ráðast í uppbyggingu á sínum lóðum. Lóðarleigusamningar á svæðinu eru alls 50 og lóðarhafar um 140 talsins.“ Vegna breytinganna þarf að gera götur, torg, stíga, stofnlagnir, strandstíga og fleira. Þar að auki er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu á skólpdælustöð. „Verði hverfinu breytt í íbúðahverfi með 1.100 íbúðum kallar það á byggingu grunn- og leikskóla, en gert er ráð fyrir að ráðist verði í slíka framkvæmd samhliða uppbyggingu íbúða. Frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu innviða hverfisins nemur tæpum 5 milljörðum.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira