Lífið

Bjórgarðurinn iðaði af lífi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestirnir virtust vera nokkuð sáttir.
Gestirnir virtust vera nokkuð sáttir.
Bjórgarðurinn iðaði af lífi í síðustu viku þegar staðurinn opnaði formlega í Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg. Tekið var á móti fyrstu gestunum á slaginu fjögur og var nóg af bjór, mat og fólki.

Bjórgarðurinn er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat. Boðið er upp á ótal bjórtegundir, innlendar sem erlendar, bruggaðar úr vel völdum hráefnum.

Staðurinn tekur 120 manns í sæti og verður sérstök áhersla verði lög á vítt úrval af bjór ásamt mat undir áhrifum götumenningar í New York.

Hér að ofan má sjá myndir úr opnunarpartíi staðarins sem var 11. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×