Andre Iguodala einstakur meðal þeirra sem hafa verið kosnir bestir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Andre Iguodala og Stephen Curry kyssa hér bikarinn. Vísir/Getty Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015 NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, var í nótt kosinn besti leikmaður NBA-lokaúrslita í ár eftir að Golden State tryggði sér titilinn með því að vinna Cleveland Cavaliers í sjötta leik liðanna. Andre Iguodala skrifaði söguna með því að fá þessi verðlaun því aldrei áður hefur leikmaður fengið þau sem hefur ekki verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum lokaúrslitanna. Þetta var líka í fyrsta sinn frá 1980 (Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson) þar sem liðsfélagar skipta með sér verðlaunum sem besti leikmaður deildarkeppninnar (Stephen Curry) og besti leikmaður úrslitanna. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í leik fjögur eftir að Golden State Warriors liðið var komið 2-1 undir í úrslitaeinvíginu og næsti leikur var á heimavelli Cleveland. Andre Iguodala byrjaði 758 fyrstu leiki sína í NBA en sætti sig við að koma inn af bekknum þegar Steve Kerr tók við liði Golden State Warriors síðasta haust. Hann komst síðan ekki í byrjunarliðið fyrr en í leik fjögur þegar Kerr skipti um leikstíl og fór að spila með mun lávaxnara lið. Eitt aðalverkefni Andre Iguodala var að reyna að hægja á LeBron James alveg eins og hlutverkið var hjá San Antonio Spurs manninum Kawhi Leonard sem var kosinn bestur í fyrra. James hitti aðeins úr 38 prósent skota sinna í úrslitaeinvíginu og virtist vera alveg útkeyrður í lokaleiknum. Andre Iguodala var með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum en hann var með yfir 20 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjunum sem Goldan State vann alla og þá var hann með 25 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í síðasta leiknum í nótt. „Hann var frábær í allri seríunni en það var hann sem bjargaði tímabilinu fyrir okkur. Ég segi alltaf að Andre er fagmaður fagmannanna. Hann er mjög „pró“ í öllu og það sést. Þess vegna er hann bestur og þessa vegna erum við meistarar," sagði Draymond Green. „Ég var bara að spila minn leik. Ef maður finnur sig þá lætur maður bara vaða á körfuna. Ef ég tel að ég geti komið öðrum í betra færi þá geri ég það," sagði Andre Iguodala.Your 2015 #NBAFinals MVP - @andre Iguodala! » http://t.co/PtKzLKelY9 pic.twitter.com/gxlSwVRWOV— Golden St. Warriors (@warriors) June 17, 2015
NBA Tengdar fréttir Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Golden State NBA-meistari en Curry var ekki valinn bestur | Myndbönd Golden State Warriors kórónaði frábært tímabil í nótt með því að tryggja sér fyrsta NBA-meistaratitil félagsins í 40 ár þegar liðið vann sjötta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. 17. júní 2015 10:50