Skiptar skoðanir um fyrirtæki sem lofar ódýru ferðalagi til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2015 16:54 Price Drop Iceland er nýtt fyrirtæki sem miðar að því að hjálpa ferðamönnum að ferðast um landið án þess að tæma budduna. Vísir Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur. Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur.
Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira