„Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2015 10:15 Haukur Viðar hefur farið víða á netinu síðustu daga. Vilhjálmur gerði það á sínum tíma. „Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Við þekkjumst ekki neitt en þú afgreiddir mig stundum þegar þú varst að vinna í 10/11 við Hverfisgötu. Ég horfði aldrei í augun á þér enda var ég þjakaður af samviskubiti.“ Svona hefst pistill Hauks Viðars Alfreðssonar í Fréttablaðinu í dag. Þar játar hann að hafa klippt saman bút úr þættinum Bandið hans Bubba, myndskeið sem nánast allir Íslendingar hafa séð.„Nokkrum árum áður hafðir þú tekið þátt í söngkeppni í sjónvarpi. Það krefst hugrekkis og ég get vel ímyndað mér að stressið geti borið mann ofurliði. Fagmenn í sófa á móti sviðinu og öll þjóðin heima í stofu. Allir að horfa á mann og dæma. En ég man ekki eftir flutningnum þínum vegna þess sem gerðist næst. Björn Jörundur var nokkuð ánægður og áhorfendur klöppuðu fyrir þér. Unnur Birna tók þig tali. „Jæja Villi. Hvernig líður þér eftir flutninginn?“ Haukur Viðar setti myndbrotið inn á Youtube og hefur það verið skoðað yfir tvö hundruð þúsund sinnum. Svarið frá Vilhjálmi Erni Hallgrímssyni var nefnilega „mibbilihábbiliáblabala”. „Svarið var svo fullkomið að ég hreinlega varð að hnupla þættinum af skráarskiptisíðu. Finna réttan bút, klippa hann út og snyrta. Lúppa. Hægja á. Hægja meira á. Allar hundakúnstirnar. Fyrst var þetta aðeins til heimilis- og einkanota en einhverjum mánuðum síðar ákvað ég að deila þessu með umheiminum,“ skrifar Haukur. Hann segist vita það núna að þetta hafi verið illa gert. „Smá glappaskot sem fáir höfðu tekið eftir og var löngu gleymt gekk nú manna á milli í netheimum og allir hlógu saman á þinn kostnað. Fæst okkar hefðu samt sjálf getað komið upp stunu við þessar þrúgandi aðstæður, hvað þá heilu „mibbilihábbiliáblabala“. Í viðtali um daginn sagðirðu að þig grunaði vini þína um að hafa lekið myndbandinu. Það er ekki rétt. Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési sem þú þekkir ekki neitt. Sorrí með þetta, elsku Villi minn.“ Haukur endar á því að segja: „Þú getur samt huggað þig við að ég mun örugglega fá þetta borgað einhvern daginn. Karma sér nefnilega um sína.“ Haukur Viðar var sjálfur tekinn í gegn á dögunum. Þá eftir að hann lagði sig eftir hádegismat á auglýsingastofunni Brandenburg. Sjá einnig: Vinnustaðastríðni tekin alla leiðMyndir af Hauki Viðari eru komnar út um allan heima og stærstu miðlarnir hafa fjallað um hann. Þar má nefna Daily Mail, Reddit og í þættinum Good Morning America en myndband af þeirri umfjöllun er hér að neðan.ABC US News | World News Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Við þekkjumst ekki neitt en þú afgreiddir mig stundum þegar þú varst að vinna í 10/11 við Hverfisgötu. Ég horfði aldrei í augun á þér enda var ég þjakaður af samviskubiti.“ Svona hefst pistill Hauks Viðars Alfreðssonar í Fréttablaðinu í dag. Þar játar hann að hafa klippt saman bút úr þættinum Bandið hans Bubba, myndskeið sem nánast allir Íslendingar hafa séð.„Nokkrum árum áður hafðir þú tekið þátt í söngkeppni í sjónvarpi. Það krefst hugrekkis og ég get vel ímyndað mér að stressið geti borið mann ofurliði. Fagmenn í sófa á móti sviðinu og öll þjóðin heima í stofu. Allir að horfa á mann og dæma. En ég man ekki eftir flutningnum þínum vegna þess sem gerðist næst. Björn Jörundur var nokkuð ánægður og áhorfendur klöppuðu fyrir þér. Unnur Birna tók þig tali. „Jæja Villi. Hvernig líður þér eftir flutninginn?“ Haukur Viðar setti myndbrotið inn á Youtube og hefur það verið skoðað yfir tvö hundruð þúsund sinnum. Svarið frá Vilhjálmi Erni Hallgrímssyni var nefnilega „mibbilihábbiliáblabala”. „Svarið var svo fullkomið að ég hreinlega varð að hnupla þættinum af skráarskiptisíðu. Finna réttan bút, klippa hann út og snyrta. Lúppa. Hægja á. Hægja meira á. Allar hundakúnstirnar. Fyrst var þetta aðeins til heimilis- og einkanota en einhverjum mánuðum síðar ákvað ég að deila þessu með umheiminum,“ skrifar Haukur. Hann segist vita það núna að þetta hafi verið illa gert. „Smá glappaskot sem fáir höfðu tekið eftir og var löngu gleymt gekk nú manna á milli í netheimum og allir hlógu saman á þinn kostnað. Fæst okkar hefðu samt sjálf getað komið upp stunu við þessar þrúgandi aðstæður, hvað þá heilu „mibbilihábbiliáblabala“. Í viðtali um daginn sagðirðu að þig grunaði vini þína um að hafa lekið myndbandinu. Það er ekki rétt. Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési sem þú þekkir ekki neitt. Sorrí með þetta, elsku Villi minn.“ Haukur endar á því að segja: „Þú getur samt huggað þig við að ég mun örugglega fá þetta borgað einhvern daginn. Karma sér nefnilega um sína.“ Haukur Viðar var sjálfur tekinn í gegn á dögunum. Þá eftir að hann lagði sig eftir hádegismat á auglýsingastofunni Brandenburg. Sjá einnig: Vinnustaðastríðni tekin alla leiðMyndir af Hauki Viðari eru komnar út um allan heima og stærstu miðlarnir hafa fjallað um hann. Þar má nefna Daily Mail, Reddit og í þættinum Good Morning America en myndband af þeirri umfjöllun er hér að neðan.ABC US News | World News
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira