Petr Cech vill fara til Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2015 09:45 Petr Cech. Vísir/Getty Petr Cech lauk tímabilinu með því að fá á sig tvö mörk á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið og nú bíða margir spenntir eftir því að sjá með hvaða liði tékkneski landsliðsmarkvörðurinn spilar á næsta tímabili. Petr Cech hittir forráðamenn Chelsea í dag til þess að ræða framtíð sína og þann vilja sinn að fara frá félaginu til liðs þar sem hann fær að spila. Málin ættu því að skýrast eftir fundinn í dag. BBC og Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Petr Cech vilji helst fara til nágrannana í Arsenal en það er jafnframt á hreinu að ensku meistararnir vilja helst ekki sjá hann fara til samkeppnisaðila nema að þeir fái enskan leikmann í staðinn. Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á Petr Cech sem gæti kostað þá í kringum ellefu milljónir punda sé tékkneski markvörðurinn til í að skella sér í franska boltann. Chelsea hefur mestan áhuga á því að selja hann til Parísar samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla. Petr Cech hefur verið í ellefu ár hjá Chelsea en hann á nú ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann hefur komið sér vel fyrir í London með fjölskyldu sinni og þar vill hann helst búa áfram. Petr Cech var varamarkvörður Thibaut Courtois á nýloknu tímabili eftir að hafa verið aðalmarkvörður liðsins tíu ár þar á undan. Hann varð enskur meistari í fjórða sinn á dögunum síðan að hann kom til félagsins frá Sparta Prag árið 2004. Cech fékk þó ekki verðlaunapening að þessu sinni því hann spilaði aðeins sex leiki með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Petr Cech horfir hér á Kolbein Sigþórsson skora hjá honum á föstudagskvöldið.Vísir/AP EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Petr Cech lauk tímabilinu með því að fá á sig tvö mörk á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið og nú bíða margir spenntir eftir því að sjá með hvaða liði tékkneski landsliðsmarkvörðurinn spilar á næsta tímabili. Petr Cech hittir forráðamenn Chelsea í dag til þess að ræða framtíð sína og þann vilja sinn að fara frá félaginu til liðs þar sem hann fær að spila. Málin ættu því að skýrast eftir fundinn í dag. BBC og Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Petr Cech vilji helst fara til nágrannana í Arsenal en það er jafnframt á hreinu að ensku meistararnir vilja helst ekki sjá hann fara til samkeppnisaðila nema að þeir fái enskan leikmann í staðinn. Frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á Petr Cech sem gæti kostað þá í kringum ellefu milljónir punda sé tékkneski markvörðurinn til í að skella sér í franska boltann. Chelsea hefur mestan áhuga á því að selja hann til Parísar samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla. Petr Cech hefur verið í ellefu ár hjá Chelsea en hann á nú ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann hefur komið sér vel fyrir í London með fjölskyldu sinni og þar vill hann helst búa áfram. Petr Cech var varamarkvörður Thibaut Courtois á nýloknu tímabili eftir að hafa verið aðalmarkvörður liðsins tíu ár þar á undan. Hann varð enskur meistari í fjórða sinn á dögunum síðan að hann kom til félagsins frá Sparta Prag árið 2004. Cech fékk þó ekki verðlaunapening að þessu sinni því hann spilaði aðeins sex leiki með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.Petr Cech horfir hér á Kolbein Sigþórsson skora hjá honum á föstudagskvöldið.Vísir/AP
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira