Veiðin komin í gang í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2015 12:00 Mynd: Þorsteinn Stefánsson Það er stór hópur fólks sem veiðir reglulega í Hraunsfirði og heldur mikið upp á vatnið. Það er svo sem ekkert skrítið þegar veiðin í vatninu er annars vegar en þegar vatnið fer í gang getur veiðin verið feyknagóð. Fyrstu alvöru veiðidagarnir í vatninu voru fyrir rúmri viku síðan og þá vorum við hjá Veiðivísi að fá fregnir af mönnum með 2-4 bleikjur yfir daginn. Von á góðri veiði í vatninu eykst bara með hverjum deginum sem líður og þegar á fyrstu dögum júlímánaðar má reikna með að veiðin verði komin á fullt skrið. Að venju eru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gera bestu veiðina og þá er það flugan sem er besta agnið. Bleikjan getur verið nokkuð stygg í vatninu og þá geta veiðarfæri sem þarf að kasta út með smá látum (spúnn, beita) fælt fiskinn. Svo varðandi fluguval þá hafa flugur eins og Alma Rún, Krókur, Peter Ross, Bleik og Blá púpa, Peacock og fleiri flugur með einhverju rauðu í gefið vel. Veiðimenn eru minntir á að ganga vel um svæðið, hirða upp eftir sig rusl. Töluverður misbrestur var á þessu síðasta sumar og það er leiðinlegt fyrir þá veiðimenn sem koma að veiðistöðum að þurfa að byrja daginn á að taka til drasl eftir þá sem voru þarna á undan. Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði
Það er stór hópur fólks sem veiðir reglulega í Hraunsfirði og heldur mikið upp á vatnið. Það er svo sem ekkert skrítið þegar veiðin í vatninu er annars vegar en þegar vatnið fer í gang getur veiðin verið feyknagóð. Fyrstu alvöru veiðidagarnir í vatninu voru fyrir rúmri viku síðan og þá vorum við hjá Veiðivísi að fá fregnir af mönnum með 2-4 bleikjur yfir daginn. Von á góðri veiði í vatninu eykst bara með hverjum deginum sem líður og þegar á fyrstu dögum júlímánaðar má reikna með að veiðin verði komin á fullt skrið. Að venju eru það þeir sem þekkja vatnið vel sem gera bestu veiðina og þá er það flugan sem er besta agnið. Bleikjan getur verið nokkuð stygg í vatninu og þá geta veiðarfæri sem þarf að kasta út með smá látum (spúnn, beita) fælt fiskinn. Svo varðandi fluguval þá hafa flugur eins og Alma Rún, Krókur, Peter Ross, Bleik og Blá púpa, Peacock og fleiri flugur með einhverju rauðu í gefið vel. Veiðimenn eru minntir á að ganga vel um svæðið, hirða upp eftir sig rusl. Töluverður misbrestur var á þessu síðasta sumar og það er leiðinlegt fyrir þá veiðimenn sem koma að veiðistöðum að þurfa að byrja daginn á að taka til drasl eftir þá sem voru þarna á undan.
Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði