Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:00 Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“ Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira