Lífið

Bein útsending frá Tuddanum: „Sumarið byrjar inni í Kaplakrika“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Um 160 manns eru skráðir á Tuddann, tölvuleikjamót sem haldið er í Kaplakrika.
Um 160 manns eru skráðir á Tuddann, tölvuleikjamót sem haldið er í Kaplakrika.
Tölvuleikjamótið Tuddinn hófst með pompi og prakt í Kaplakrika í gær en það mun standa yfir alla helgina. Um 160 manns eru skráðir til leiks og hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þórir Viðarsson, einn stjórnenda Tuddans, segir spurn eftir slíkum mótum mikla. Það hafi hann séð með þeirri miklu aðsókn á Tuddann og hyggst hefja undirbúning á næsta móti nú strax eftir helgi. „Við stefnum á að halda 500 manna LAN mót. Þetta er bara eitt skref í átt að miklu stærra verkefni og um leið og þetta mót klárast förum við í að skipuleggja næsta mót,“ segir hann.

Keppt er í leiknum Counter-Strike: Global offensive og var skráningargjald 5.500 krónur. Mótið er haldið á vegum Tölvulistans og eiga sigurvegarar von á veglegum verðlaunum frá fyrirtækinu.

Þórir segir leikmenn lítið kippa sér upp við að þurfa að sitja inni í þessu blíðskaparveðri. „Sumarið byrjar bara hér inni í Kaplakrika.“

Dagskrá mótsins má sjá hér:



Laugardagur

10:00 Riðlar umferð 2 (bo3)

13:00 Riðlar umferð 3 (bo3)

18:00 Brackets, 16 liða úrslit (bo3)

21:00 Brackets, 8 liða úrslit (bo3)

Sunnudagur

10:00 Brackets, undanúrslit (bo3)

13:00 Úrslitaleikur (bo5)

Keppt er í leiknum Counter-Strike: Global offensive og var skráningargjald 5.500 krónur. Mótið er haldið á vegum Tölvulistans og eiga sigurvegarar von á veglegum verðlaunum frá fyrirtækinu.

Þórir segir leikmenn lítið kippa sér upp við að þurfa að sitja inni í þessu blíðskaparveðri. „Sumarið byrjar bara hér inni í Kaplakrika.“



Dagskrá mótsins má sjá hér:



Laugardagur

10:00 Riðlar umferð 2 (bo3)

13:00 Riðlar umferð 3 (bo3)

18:00 Brackets, 16 liða úrslit (bo3)

21:00 Brackets, 8 liða úrslit (bo3)

Sunnudagur

10:00 Brackets, undanúrslit (bo3)

13:00 Úrslitaleikur (bo5)

Watch live video from gegttv on www.twitch.tv





Fleiri fréttir

Sjá meira


×