Óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC krýndur í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2015 09:00 Velasquez (t.v.) og Werdum (t.h.). Gætu ekki verið ólíkari. Vísir/Getty UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill MMA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill
MMA Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira