Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 11:57 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þremenningunum er gefið að sök að hafa í að morgni 24. febrúar á síðasta ári veist að manni í íbúð hans í Kópavogi. Eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Aðalmeðferðin hófst síðastliðinn mánudag þegar tveir ákærðu gáfu skýrslu. Sá þriðji gaf skýrslu á þriðjudagsmorgun en í dag var komið að fórnarlambinu í málinu. Fyrir dómi í dag lýsti maðurinn því að Marteinn hafi hringt í hann um morguninn, sagt honum að hann væri í bílavandræðum og hvort hann mætti koma heim til hans. Maðurinn sagði að það væri í lagi, Marteinn kom svo einn en sagði að tveir bræður hans væru líka á leiðinni. Átti hann þar við Kristján og Ríkharð sem komu stuttu seinna.Hugsaði allan tímann um að reyna að losa tökin„Þeir ryðjast inn og ráðast á mig. Þeir tóku mig kverkataki og létu höggin dynja á mér. Ég held að Rikki hafi tekið mig kverkataki,” sagði maðurinn beðinn um að lýsa því sem gerðist. Hann sagði átökin svo hafa borist inn í íbúðina og út um svalahurð. „Ég hugsaði allan tímann um að losa tökin, losa tökin. [...] Þeir sögðu við mig að ef ég myndi ekki hætta að streitast á móti þá yrði þetta verra.” Maðurinn sagði að Kristján hefði tekið PlayStation-leikjatölvu og slegið hann af fullu afli í andlitið með henni. Við það högg hafi þeir allir fjórir hrunið í gólfið og brotaþoli kvaðst hafa vankast aðeins. Þá nefbeins- og kinnbeinsbrotnaði hann. Sjá einnig: Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærumKristján sagði manninn hafa kostað hann fjölskyldulífiðÁtökin færðust síðan inn og sagðist maðurinn hafa sest í sófa eða stól. „Ég man að Kristján tók upp skæri sem voru á borðinu og kýldi mig af og til á meðan hann var að öskra á mig. Hann stakk mig svo snöggt í hægri og vinstri öxl með skærunum og náði líka í spýtu og barði mig með henni. Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar.” Að sögn mannsins var Kristján að tala um fyrrverandi konuna sína og börn og sagði að hann hefði kostað hann fjölskyldulífið. „Hann sagði að ég þyrfti að borga fyrir það og stakk upp á að ég myndi borga honum 5 milljónir. Svo talaði hann um að ég ætti að selja fíkniefni og allt sem kæmi inn af því færi til hans,” sagði maðurinn en Kristján taldi hann hafa verið með barnsmóður hans. Maðurinn þvertók fyrir að hafa verið með henni, sagðist aðeins hafa hitt hana einu sinni stuttlega en engin nánari kynni hafi verið á milli þeirra.Sendu Snapchat af manninum og Kristjáni til barnsmóðurinnarFyrir liggur að það var ákveðið að taka Snapchat-mynd af fórnarlambinu. Marteinn hellti yfir hann barbecue-sósu áður en myndin var tekin auk þess sem maðurinn var alblóðugur eftir árásina. „Kristján sat svona við hliðina á mér og heldur utan um mig. Hann brosir og er með þumalinn upp og ég líka, en þá segir Marteinn að ég eigi að vera álútur eða niðurdreginn. Þeir senda síðan myndina á barnsmóður Kristjáns, að svona gerðist ef hún væri með öðrum mönnum en honum.” Fórnarlambið lýsti því að þremenningarnir hafi allan tímann spurt hann út í eigur hans og hvort þeir mættu taka hitt og þetta. Sagði maðurinn að hann hefði ekki þorað að segja annað en „já.” Samkvæmt ákæru eiga Kristján, Marteinn og Ríkharð meðal annars að hafa tekið iPhone 5S síma, MacBook Pro fartölvu, tvo flakkara, Sony heimabíó. Maðurinn sagði fyrir dómi að mest af því sem þeir höfðu tekið hefði hann fengið aftur. Aðspurður sagði maðurinn ekki hafa átt kost á því að koma sér út úr íbúðinni. Eina leiðin hefði verið að hoppa niður af svölunum sem voru á 4. eða 5. hæð. Þá hafi hann ekki þorað að biðja þremenningana um að fara út úr íbúðinni. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þremenningunum er gefið að sök að hafa í að morgni 24. febrúar á síðasta ári veist að manni í íbúð hans í Kópavogi. Eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Aðalmeðferðin hófst síðastliðinn mánudag þegar tveir ákærðu gáfu skýrslu. Sá þriðji gaf skýrslu á þriðjudagsmorgun en í dag var komið að fórnarlambinu í málinu. Fyrir dómi í dag lýsti maðurinn því að Marteinn hafi hringt í hann um morguninn, sagt honum að hann væri í bílavandræðum og hvort hann mætti koma heim til hans. Maðurinn sagði að það væri í lagi, Marteinn kom svo einn en sagði að tveir bræður hans væru líka á leiðinni. Átti hann þar við Kristján og Ríkharð sem komu stuttu seinna.Hugsaði allan tímann um að reyna að losa tökin„Þeir ryðjast inn og ráðast á mig. Þeir tóku mig kverkataki og létu höggin dynja á mér. Ég held að Rikki hafi tekið mig kverkataki,” sagði maðurinn beðinn um að lýsa því sem gerðist. Hann sagði átökin svo hafa borist inn í íbúðina og út um svalahurð. „Ég hugsaði allan tímann um að losa tökin, losa tökin. [...] Þeir sögðu við mig að ef ég myndi ekki hætta að streitast á móti þá yrði þetta verra.” Maðurinn sagði að Kristján hefði tekið PlayStation-leikjatölvu og slegið hann af fullu afli í andlitið með henni. Við það högg hafi þeir allir fjórir hrunið í gólfið og brotaþoli kvaðst hafa vankast aðeins. Þá nefbeins- og kinnbeinsbrotnaði hann. Sjá einnig: Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærumKristján sagði manninn hafa kostað hann fjölskyldulífiðÁtökin færðust síðan inn og sagðist maðurinn hafa sest í sófa eða stól. „Ég man að Kristján tók upp skæri sem voru á borðinu og kýldi mig af og til á meðan hann var að öskra á mig. Hann stakk mig svo snöggt í hægri og vinstri öxl með skærunum og náði líka í spýtu og barði mig með henni. Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar.” Að sögn mannsins var Kristján að tala um fyrrverandi konuna sína og börn og sagði að hann hefði kostað hann fjölskyldulífið. „Hann sagði að ég þyrfti að borga fyrir það og stakk upp á að ég myndi borga honum 5 milljónir. Svo talaði hann um að ég ætti að selja fíkniefni og allt sem kæmi inn af því færi til hans,” sagði maðurinn en Kristján taldi hann hafa verið með barnsmóður hans. Maðurinn þvertók fyrir að hafa verið með henni, sagðist aðeins hafa hitt hana einu sinni stuttlega en engin nánari kynni hafi verið á milli þeirra.Sendu Snapchat af manninum og Kristjáni til barnsmóðurinnarFyrir liggur að það var ákveðið að taka Snapchat-mynd af fórnarlambinu. Marteinn hellti yfir hann barbecue-sósu áður en myndin var tekin auk þess sem maðurinn var alblóðugur eftir árásina. „Kristján sat svona við hliðina á mér og heldur utan um mig. Hann brosir og er með þumalinn upp og ég líka, en þá segir Marteinn að ég eigi að vera álútur eða niðurdreginn. Þeir senda síðan myndina á barnsmóður Kristjáns, að svona gerðist ef hún væri með öðrum mönnum en honum.” Fórnarlambið lýsti því að þremenningarnir hafi allan tímann spurt hann út í eigur hans og hvort þeir mættu taka hitt og þetta. Sagði maðurinn að hann hefði ekki þorað að segja annað en „já.” Samkvæmt ákæru eiga Kristján, Marteinn og Ríkharð meðal annars að hafa tekið iPhone 5S síma, MacBook Pro fartölvu, tvo flakkara, Sony heimabíó. Maðurinn sagði fyrir dómi að mest af því sem þeir höfðu tekið hefði hann fengið aftur. Aðspurður sagði maðurinn ekki hafa átt kost á því að koma sér út úr íbúðinni. Eina leiðin hefði verið að hoppa niður af svölunum sem voru á 4. eða 5. hæð. Þá hafi hann ekki þorað að biðja þremenningana um að fara út úr íbúðinni.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira