Klikkuð þjóð? Marta Eiríksdóttir skrifar 12. júní 2015 09:01 Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alltaf svo forvitnilegt að hlusta á útlendinga tala um okkur Íslendinga. Ég var með þremur erlendum konum í klefa á leiðinni með Norrænu til Íslands í vikunni og þær höfðu eftirfarandi að segja. Þessi þýska sem hafði ferðast ótalsinnum hingað er orðin verulega áhyggjufull vegna fjölda ferðamanna í náttúru landsins okkar, uppáhaldsnáttúru hennar, svo hrá og tær og falleg náttúra Íslands en núna eru Íslendingar á hraðri leið aftur inn í eitthvað „grípum gæsina" tímabil. Þeir voru aðeins auðmjúkari 2008 í hruninu en núna á allt að seljast! Náttúran virðist léttvæg skiptimynt. Hreint loft? Bara fínt, nei nei bara nota hana, níðast á henni og þéna á henni. Setja upp fleiri spúandi verksmiðjur, bara fínt, gerir ekkert til, alltaf rok hérna sem hreinsar loftið hvort eð er. Eldgos? Bara fínt, dregur að fleiri erlenda ferðamenn. Dauðar kindur og lömb vegna hugsanlegrar eitrunar af völdum Holuhrauns? Minna lambakjöt? Hey hvaða mórall er þetta, verum jákvæð! Þessi breska sagði að við fólkið værum rannsóknarefni en hún elskar landið. Það fer samt stundum í taugarnar á henni hvað fólkið er hvatvíst og klikkað. Það fattar ekki verðmætin í hreinni náttúru landsins. Íbúar landsins jaðra við að vera einfaldir, fólkið skipuleggur sig lítið, horfir lítið til framtíðar eða spáir í afleiðingar gjörða sinna. Þetta reddast hugarfar Íslendinga er ofnotað! Gullin náttúran má þola gamaldags hugsunarhátt yfirvalda, þegar reistar eru loftmengandi verksmiðjur í fallegu landinu.Taumlaus ferðamennska Ferðamennskan er taumlaus.Fyrst búa Íslendingar til brjálaða markaðsherferð um Ísland og hamra svoleiðis í útlöndum um að allir eigi að koma til landsins, stjórnlaus herferð og ekkert hugsað fram á við eða spáð í hugsanlegar afleiðingar þess að svo margir komi til landsins og yfirfylli viðkvæma náttúru Íslands. Svo núna þegar uppskeran er að skila sér og ferðamenn flæða yfir landið, þá svona nenna Íslendingar þessu ekki alveg. Þeir vildu ekki fá alveg svona svakalega marga túrista hingað og eru jafnvel orðnir pirraðir á þessum útlendingum alls staðar. Fullar rútur af fólki, fullar sundlaugar af útlendingum. Jafnvel leynilegar ókeypis sundlaugar landans eru einnig yfirfullar því Íslendingar skrifuðu heilu bækurnar þar sem þeir sögðu frá öllum földum gersemum landans í náttúrunni. Allt átti að opinbera! Ókei ókei brosum því við erum nú að græða á öllum þessum fjölda þegar upp er staðið! Íslendingar þurfa líklega fyrst fara sömu leið og fíklarnir. Sökkva niður á harða kalda botninn. Missa allt úr höndum sér, eiga ekkert eftir þegar þeir uppgötva hvað þeir voru ríkir einu sinni þegar þeir áttu allt, saklausa fallega náttúru. Hreint og tært loft. Þegar þeir voru bara fáir, voru bara þeir sjálfir. Nutu þess að ferðast heima á landinu sínu. Tóku á móti gestum í rólegheitum án þess að sjá þá sem hugsanlegan gróða heldur sem fólk sem gaman var að fá í heimsókn. Já líklega þarf fyrst að tapa öllu til að fatta að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun