Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 15:04 555 nemendur sóttu um í Verzló í fyrsta vali en 280 pláss eru í boði. Visir/Vilhelm Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira