Lífið

Ræður tölvan þín við 8K?

Samúel Karl Ólason skrifar
Í myndinni er sýnt frá yfirgefnum námubæ.
Í myndinni er sýnt frá yfirgefnum námubæ.
Fyrsta Youtube myndbandið sem er í 8K upplausn hefur verið sett á netið. Mjög fáar tölvur virðast hins vegar ráða við að spila myndbandið án þess að það hökti eða slíkt. Myndbandið heitir Ghost Towns og var birt á Youtube 7. júní, þó að mögulegt hafi verið að setja myndbönd inn í þessari upplausn frá 2010.

Auðvitað er mögulegt að horfa á myndbandið í minni upplausn, en það er kjörið að sjá hvernig 8K kemur út.

Myndavélin sem notuð var til að taka Ghost Towns upp er einungis 6K og því þurfti mikla eftirvinnslu til að hækka upplausn myndarinnar. Þar að auki var notast við víðskot þar sem það var hægt og myndinni þjappað saman.

Til að stilla myndbandið hér að neðan í hæstu upplausn þarf að ýta á playtakkan og svo á tannhjólið þar sem stilla má gæði þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×