Tónlist

Svenni Þór með sitt fyrsta tónlistarmyndband

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Svenni Þór hefur sent frá sér myndband við nýtt lag sem ber nafnið Free. Lagið er jafnframt annað smáskífulagið sem Svenni sendir frá sér en hann sendi lagið Purple Flower frá sér á síðasta ári. 

„Lagið semur vinur minn Þórir Úlfarsson og textann á ég sjálfur. Hljómsveitin Goðsögn spilar undir í laginu og er það hljómsveit sem ég, ásamt góðum vinum hef verið í síðustu þrjú ár," segir Svenni spurður út í lagið. 

Þetta er jafnframt fyrsta myndbandið sem Svenni sendir frá sér. „Myndbandið vann Eiríkur Hafdal og það var tekið upp eina kvöldstund í Stúdíó Paradís. Þetta tók skemmtilega stuttan tíma þar sem ég var með frekar skýra mynd í huga hvernig ég vildi hafa það,“ segir Svenni spurður út í myndbandið. 

Svenni á í nógu að snúast um þessar mundir að leika, syngja og dansa í Billy Ellliot í Borgarleikhúsinu, ásamt því að syngja og spila í veislum og öðrum skemmtunum. Hann er einnig að vinna í fleiri lögum sem væntanleg eru til útgáfu á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.