Handbolti

Guðjón Valur á leið á níunda Evrópumótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón er á leið á sitt 19. stórmót með íslenska landsliðinu.
Guðjón er á leið á sitt 19. stórmót með íslenska landsliðinu. vísir/eva björk
Eins og fram kom á Vísi fyrr í morgun er íslenska landsliðið í handbolta komið á EM í Póllandi á næsta ári.

Þetta var ljóst eftir úrslit gærdagsins en jafnvel þótt íslensku strákarnir tapi fyrir Svartfjallalandi í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn verður Ísland alltaf með bestan árangur liða í 3. sæti riðlanna í undankeppninni.

Þetta er níunda Evrópumótið sem Ísland vinnur sér þátttökurétt á í röð en strákarnir hafa verið með á öllum mótum frá því í Króatíu 2000.

Einn leikmaður hefur tekið þátt í öllum þessum átta Evrópumótum; fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson.

EM í Króatíu 2000 var fyrsta stórmót Guðjóns Vals en hann hefur verið með á öllum stórmótum sem íslenska liðið tekið þátt á síðan þá, alls 19 mótum.


Tengdar fréttir

Strákarnir komnir á EM

Ísland er komið á EM í Póllandi á næsta ári. Þetta er níunda Evrópumótið sem íslenska liðið kemst á í röð.

Feginn að sleppa með alla heila heim

Ísland vann auðveldan tíu marka sigur á Ísrael ytra í gær, 34-24. Landsliðsþjálfarinn fagnar því fyrst og fremst að hafa klárað verkefnið með sóma en fram undan er úrslitaleikur gegn Svartfjallalandi á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×