Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2015 16:00 Strákarnir unnu í Ísrael. vísir/eva Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli. Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli.
Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira