Ungir hlauparar endurbyggja skóla í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 17:04 Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu 100 þúsund krónum. Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira