Lífið

Kanye West söng Bohemian Rhapsody á Glastonbury

Birgir Olgeirsson skrifar
Kanye West á Glastonbury.
Kanye West á Glastonbury. Vísir/EPA
Bandaríski rapparinn Kanye West gerði sér lítið fyrir og söng Bohemian Rhapsody eftir bresku sveitina Queen á tónlistarhátíðinni Glastonbury um liðna helgi. Þetta gerði West eftir að um 150 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar að afbóka rapparann og fá rokksveit í hans stað sem aðalnúmer hátíðarinnar.

Skipuleggjendurnir létu þessa áskorun ekki hafa áhrif á sig og héldu sínu striki. West mætti síðan á sviðið og upphófst um leið byrjunin á Bohemian Rhapsody. Rapparinn söng byrjunin og leiddi áhorfendur í fjölda söng á þessu vinsæla lagi áður en hann hóf flutning á lagi sínu Can´t Tell Me Nothing.

Sjö ár eru síðan félagi West, rapparinn Jay Z, söng lagið Wonderwall eftir bresku sveitina Oasis á Glastonbury eftir að skipuleggjendur hátíðarinnar höfðu verið gagnrýndir fyrir fá hann sem aðalnúmer hennar.

Flutningur West á Bohemian Rhapsody var þó ekki eina óvænta uppákoman á tónleikum hans. Þegar hann hóf flutning á lagi sínu Black Skinhead hljóp breski grínistinn Lee Nelson inn á sviðið í bol sem ritað var á Leezuz. Dansaði grínistinn á sviðinu um stund og virtist koma rapparanum úr jafnvægi sem hóaði í öryggisverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.