Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 22:45 Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“ Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira