Space X flaug sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2015 14:38 Geimflauginni var skotið í loft á þriðja tímanum. Vísir/AFP Falcon 9 geimflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðja tímanum. Hún var komin hátt á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þegar hún sprakk. Um borð í flauginni voru birgðir til geimstöðvarinnar, en þetta er önnur birgðaflaugin í röð sem kemst ekki á leiðarenda og sú þriðja síðan í október. Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk. The vehicle experienced an anomaly on ascent. Team is investigating. Updates to come.— SpaceX (@SpaceX) June 28, 2015 Falcon 9 flaugunum er ætlað að lenda aftur eftir að þeim hefur verið skotið út í geim. Með því að endurnota geimflaugar væri hægt að spara gífurlega fjármuni og skjóta fleiri flaugum út í geim.Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu. Watched #Dragon launch from @space_station Sadly failed Space is hard Teams assess below @NASAKennedy #YearInSpace pic.twitter.com/myi3col5Ix— Scott Kelly (@StationCDRKelly) June 28, 2015 Hér má sjá hvernig SpacX ætlar sér að lenda geimflaugumMynd/SpaceXÍ október sprakk upp geimflaug frá fyrirtækinu Orbital Antares og í apríl misstu starfsmenn Geimstofnunar Rússlands stjórnina á geimflaug sem einnig átti að flytja birgðir til geimstöðvarinnar. Hún brann upp í gufuhvolfinu yfir Kyrrahafinu nokkrum dögum seinna. NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel. Allt skotferlið má sjá hér að neðan Tweets by @SpaceX Tengdar fréttir Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48 Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Falcon 9 geimflaug fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp á leiðinni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á þriðja tímanum. Hún var komin hátt á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þegar hún sprakk. Um borð í flauginni voru birgðir til geimstöðvarinnar, en þetta er önnur birgðaflaugin í röð sem kemst ekki á leiðarenda og sú þriðja síðan í október. Starfsmenn NASA segja að þrátt fyrir það séu nægar birgðir af mat og nauðsynjum um borð í geimstöðinni. Birgðirnar munu þó duga fram í október. Ekki liggur fyrir hvers vegna flaugin sprakk. The vehicle experienced an anomaly on ascent. Team is investigating. Updates to come.— SpaceX (@SpaceX) June 28, 2015 Falcon 9 flaugunum er ætlað að lenda aftur eftir að þeim hefur verið skotið út í geim. Með því að endurnota geimflaugar væri hægt að spara gífurlega fjármuni og skjóta fleiri flaugum út í geim.Sjá einnig: Tókst næstum því að lenda geimflaug Space X segir að geimskotið hafi gengið vel, þar til flaugin náði hljóðhraða. Þetta átti að vera þriðja tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 flaug á pramma í Atlantshafinu. Brak úr geimflauginni er sagt hafa lent í Atlantshafinu. Watched #Dragon launch from @space_station Sadly failed Space is hard Teams assess below @NASAKennedy #YearInSpace pic.twitter.com/myi3col5Ix— Scott Kelly (@StationCDRKelly) June 28, 2015 Hér má sjá hvernig SpacX ætlar sér að lenda geimflaugumMynd/SpaceXÍ október sprakk upp geimflaug frá fyrirtækinu Orbital Antares og í apríl misstu starfsmenn Geimstofnunar Rússlands stjórnina á geimflaug sem einnig átti að flytja birgðir til geimstöðvarinnar. Hún brann upp í gufuhvolfinu yfir Kyrrahafinu nokkrum dögum seinna. NASA reiðir sig nú á einkafyrirtæki til að flytja birgðir, og seinna meir geimfara, til geimstöðvarinnar eftir að notkun geimskutlanna var hætt árið 2011. Áður en þetta slys varð hafði SpaceX sent sjö geimför til geimstöðvarinnar og öll skotin höfðu heppnast vel. Allt skotferlið má sjá hér að neðan Tweets by @SpaceX
Tengdar fréttir Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48 Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00 Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Skjóta geimflaug á loft Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug til Alþjóða geimstöðvarinnar klukkan 11:20. 6. janúar 2015 10:48
Google fjárfestir í SpaceX Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í geimferðafyrirtæki Elon Musk. 21. janúar 2015 07:00
Nú er hægt að fá espresso í geimnum Space X Dragon geimflaugin er komin að Alþjóðlegu geimstöðinni með byrgðir - og espresso vél. 17. apríl 2015 17:56
Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30
Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57