Ferðamenn flýja Túnis í þúsundatali Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 19:58 Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fjöldamorðin í Túnis í gær þar sem hryðjuverkamaður skaut 39 manns til bana eru þau verstu í nútíma sögu landsins. Þúsundir ferðamanna hafa flúið Túnis eftir atburðina. ISIS birti mynd af morðingjanum, Saif Rezgui, á samfélagsmiðlum í dag. En sjónarvottar segja að hann hafi ekki skorið sig úr fjöldanum á ströndinni við hótelið í Sousse í gær klæddur stuttbuxum og bol. En hann hafi falið Kalashnikov hríðskotariffil sinn inni í sólhlíf. Skyndilega hóf hann að skjóta á alla í kring um sig á ströndinni og við hótelið og á aðeins fimm mínútum hafði hann myrt 39 manns og sært mikinn fjölda annara. Katarina ferðamaður frá Þýskalandi lýsir því hvernig Saif Rezgui blandaði sér í hóp ferðamanna á ströndinni en tók síðan skyndilega upp byssuna og fór að skjóta. Hún lýsir skelfingunni sem greip um sig og hvernig öryggisverðir skipuðu strandgestum að flýja til herbergja sinna og loka sig þar inni. „Ég var skelfingu lostin. Ég hugsaði til móður minnar sem var á sólbekk skammt frá mér. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera,“ segir Katarína ráðvillt. Þetta hafi verið eins og að vera skyndilega komin á vígstöðvarnar í stríði. Af þeim 39 sem létu lífið í árásinni voru að minnsta kosti átta Bretar en um 20 þúsund Bretar voru í Túnis á vegum ferðaskrifstofa þegar árásin var gerð. Mikill fjöldi þeirra yfirgaf landið strax í gærkvöldi og í dag og mikið hefur verið um afbókanir á ferðum til Túnis. En ferðamálaráðherra landsins segir það einmitt vera tilgang hryðjuverkamanna að rústa ferðaþjónustu landsins. David Cameron forsætisráðherra sagði í ávarpi í dag að breska þjóðin þyrfti að búa sig undir að enn fleiri Bretar ættu eftir að bætast í hóp fallinna. „Þarna voru saklausir ferðamenn að slappa af og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Rétt eins og fórnarlömb hryðjuverkanna í Frakklandi og Kúveit í gær stafaði ekki nokkur ógn af þessu fólki. Hryðjuverkamenn myrtu þetta fólk vegna þess að þeir þola ekki fólk og ríki sem styðja frið, umburðarlyndi og lýðræði hvar sem er í heiminum,“ sagði Cameron og hét því að árásir sem þessar myndu ekki buga íbúa Vesturlanda. Þvert á móti myndu þær sameina fólk gegn hryðjuverkum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent