Erlent

Samkynja hjónabönd lögleg í öllum fylkjum Bandaríkjanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samkynja pör og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington
Samkynja pör og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington Vísir/AFP
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm nú fyrir skömmu sem tekur af allan vafa um að samkynja hjónabönd stangist ekki á við stjórnarskrá landsins.

Úrskurðurinn hefur í för með sér að öll fylki Bandaríkjanna verða skylduð til að gefa saman fólk af sama kyni. Þó er búist við því að einhver fylki kunni að andmæla niðurstöðum dómsins.

Fyrir dóm dagsins voru samkynja hjónabönd lögleg í 37 af 50 fylkjum landsins og verður hinum 13 fylkjunum sem eftir standa gert að aflétta bönnum sínum hið fyrsta. Það gæti þýtt að fullkomnu jafnrétti í þessum málaflokki verði komið á í landinu öllu innan örfárra vikna.

Hér að neðan er sagan rakin frá því að Massachusetts varð fyrsta ríkið til aflétta banninu á samkynja hjónaböndum árið 2004 allt til tíðinda dagsins.

Níu dómarar kváðu upp dóm í málinu og mátti kosning þeirra vart tæpara standa. Fimm dómararar sögðu bann við samkynja hjónaböndum stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna en fjórir ekki. Lokaorð dómsins eru allt að því póetísk. Þar er kveðið á um hjónabönd séu táknmynd ástar sem eru dauðanum yfirsterkari og að Hæstiréttur Bandaríkjanna vilji aflétta einsemd þeirra sem meinað er gifta sig sökum kynhneigðar sinnar. Lokaorðin má lesa hér að neðan.
Margir hafa fagnað úrskurði dómsins en hann er talinn stórt skref í jafnréttisbaráttu Bandaríkjanna. Þeirra á meðal er forsti landsins, Barack Obama, sem tísti eftirfarandi skilaboðum eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir.
Hvíta húsið skipti um mynd á opinberri Facebook-síðu sinni eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir.
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi, lét sitt ekki eftir liggja og tísti orðinu 'Saga' í regnbogalitunum.
Metsöluhöfundur Harry Potter-bókanna, J. K. Rowling fagnaði úrskurðinum sömuleiðis.
Þá hafa nær allar stærstu fréttamiðlar heimsins gert úrskurðinum skil. Hér að neðan má til að mynda sjá umfjöllun Time um málið og svipmyndir frá mannmergðinni sem beið niðurstaðnanna fyrr í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×