Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. júní 2015 12:33 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. Vísir/Stefán Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“ Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira