Innlent

Sjúkraflutningar gætu lengst um allt að tólf mínútur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mælingar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um  7,5-11,5 mínútur.
Mælingar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um 7,5-11,5 mínútur. mynd/skýrsla stýrihóps
Af þeim flugvallarkostum sem fjallað er um í skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu er Hvassahraun lengst frá Landspítalanum við Hringbraut sem og í Fossvogi. Engu að síður telur nefndin Hvassahraun besta kostinn fyrir innanlandsflugvöll en skýrsla nefndarinnar var kynnt fyrr í dag.

Í skýrslunni kemur fram að meðaltími allra flutninga frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítala, hvort sem er við Hringbraut eða í Fossvogi, sé í dag 5-6 mínútur.

Rögnunefndin óskaði eftir mati Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á því hversu langan tíma tæki að fara frá Hvassahrauni á spítalann og var því sviðsettur forgangsakstur frá mislægum gatnamótum Hvassahrauns og Reykjanesbrautar að Landspítala.

Mælingarnar leiddu í ljós að ferðatími með sjúkrabíl frá flugvelli í Hvassahrauni að Landspítalanum mun aukast um  7,5-11,5 mínútur. Þá má búast við því, að óbreyttum öðrum þáttum sjúkraflutninga, að tími sjúkraflutnings með sjúkraflugi lengist um 8,5-12,5 mínútur vegna lengri flug-og aksturstíma.

Nefndin sendi velferðarráðuneytinu til umsagnar drög að minnisblaði um sjúkraflutninga og flugvallar og drög að minnisblaði um niðurstöður sviðsetningar á forgangsakstri.

Í umsögn ráðuneytisins kom fram að „allar lengingar á flutningstíma sjúklings eru til hins verra og þurfa aðrir kostir að koma á móti til að vega þær upp. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum nein rannsóknargögn sem sýna nýtingarhlutfall hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni og þar með aðgengi að LSH fyrir sjúklinga í sjúkraflugi. Þegar þau gögn liggi fyrir sé betur hægt að meta hvort hugsanlegur flutningur flugvallar úr Vatnsmýri í Hvassahraun geti almennt ógnað öryggi sjúklinga.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×