Innlent

Rögnunefndin kynnir skýrslu sína á Nauthól í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ragna mælir fyrir skýrslunni í dag.
Ragna mælir fyrir skýrslunni í dag.
Rögnunefndin, stýrihópur um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu, skilar skýrslu sinni í dag. Verður hún kynnt á kynningarfundi sem haldinn verður á Nauthól klukkan hálf þrjú í dag.

Nefndin er nefnd eftir Rögnu Árnadóttur, formanni nefndarinnar, en hún á að finna framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Beðið hefur verið eftir skýrslu nefndarinnar með mikilli eftirvæntingu enda hefur mikið verið tekist á um nauðsyn flugvallar í höfuðborginni og þá sér í lagi nauðsyn flugbrautar 06/24 fyrir innanlandsflugið.

Skýrslunnar var að vænta fyrir áramót en nefndin fékk frest til að skila henni þangað til nú í júní. Stýrihópurinn var settur á laggirnar 25. október 2013.

Í síðasta mánuði var birt á vef Alþingis svar innanríkisráðherra við spurningum Ögmundar Jónassonar um störf nefndarinnar. Þar kom fram að starf stýrihópsins og greiningarvinna sem fram hafi farið hafi kostað 34,8 milljónir króna án virðisauka. Hlutur ríkisins er þriðjungur af því og Reykjavíkurborg og Icelandair borga sitt hvoran þriðjunginn.


Tengdar fréttir

Skýrsla Rögnunefndarinnar tefst

Til stóð að skila skýrslunni í dag um möguleg framtíðarstæði flugvallar á höfuðborgarsvæðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×