Viðskipti innlent

Öll sýknuð í SPRON-málinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sakborningar í dómsal við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum.
Sakborningar í dómsal við aðalmeðferð málsins fyrr í mánuðinum. vísir/gva
Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik.

Fimmmenningarnir, þau Guðmundur Hauksson, Rannveig Rist, Jóhann Ásgeir Baldurs, Ari Bergmann Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir voru ákærð fyrir tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista rétt fyrir hrun, þann 30. september 2008.

Öll ákærðu neituðu ávallt sök en saksóknari vildi meina að þau hefðu farið út fyrir heimildir sínar til lánveitingar og stefnt fé sparisjóðsins í hættu með því að veita lán án nokkurra trygginga.

Fjölskipaður héraðsdómur taldi hins vegar ekki sannað að um umboðssvik hafi verið að ræða og sýknaði því, eins og áður segir, alla ákærðu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×