Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:00 Gísli Pálmi (í gulri og svartri peysu) og Aron Pálmarsson fylgist með fyrir aftan. Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fleiri fréttir Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Sjá meira
Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01
Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47