Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 21:30 Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira