Fótbolti

Hólmar Örn lagði upp mark í stórsigri Rosenborg í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. mynd/rbk.no
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í norska stórliðinu Rosenborg áttu ekki í neinum vandræðum með að komast í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.

Rosenborg vann stórsigur á 2. deildar liði Tromsdalen, 7-1, á heimavelli sínum í Þrándheimi.

Hólmar Örn lagði upp fyrsta mark heimamanna eftir tæpar þrjár mínútur þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Tomás Malecs.

Malec skoraði tvö mörk í leiknum líkt og Pål Andre Helland en hin þrjú skoruðu Steffen Pedersen, Riku Riski og Mike Jensen.

Hólmari Erni og félögum hefur gengið mjög vel í sumar, en liðið er á kunnuglegum slóðum í deildinni; toppsætinu. Þar hefur það fimm stiga forskot eftir 13 umferðir og er komið áfram í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×