Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. júní 2015 12:00 Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira