Flugfreyjur hjóla naktar ef þær fá tvö þúsund læk Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2015 11:45 Margrét Björndóttir er lengst til hægri. „Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum. Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira