Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2015 09:47 „Allt sem þessi gæi segir á öllum miðlum er kjaftæði,“ segir Egill Thorarensen. Hann var einn skipuleggjanda Secret Solstice hátíðarinnar en hann ásamt Gísla Pálma og þriðja manni veittu Bam Margera áverka á hátíðinni á laugardagskvöld. Egill var í viðtali við Harmageddon á X-977 nú rétt í þessu. „Bam var fyrir löngu búinn að skapa sér óvild út um allt svæðið. Hann veittist að fólki og afgreiðslufólki. Hann áreitti stelpur út um allt svæðið og hann áreitti líka aðra og var með dólg.“ Á upptöku af atvikinu sést hvar Margera labbar inn á svæðið fyrir tónlistarfólk og starfsmenn og Egill og Gísli Pálmi taka á móti honum og lúskra á honum. Í myndbandi sem sjá má inn á Vísi sést hvar Bam segir að yfirlýsingar skipuleggjenda um áreiti Bam hafi verið kjaftæði. Hann hafi átt í útistöðum við mann að nafni Leon Hill sem eitt sinn var fjölmiðlafulltrúi hans. „Þegar þeir komu síðast kynntist Hill mér og landinu og varð ástfanginn af Íslandi. Síðan þá hefur hann starfað fyrir hátíðina. Bam segir að Hill skuldi sér 90.000 dali en það er fásinna. Hann mætir á barinn og ætlar að útkljá þessi mál og ég bið hann vinsamlegast um að gera það annars staðar.“ Egill segir að Bam hafi verið með tvo menn með sér og þeir hafi ætlað sér að tala við Hill. „Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ „Ég hefði alveg getað haldið áfram að taka við höggum og hrákum frá þessum gæjum en ég var orðinn of reiður. Ég reiddist, missti stjórn á mér og það sem ég gerði það gerði ég í bræði. Svo reynir hann að kaupa sér „goodwill“ á Instagram með því að lofa skatepark fyrir íslenska krakka. Við Gísli getum miklu frekar haldið geggjaða tónleika og látið ágóðann renna í skatepark.“ Skilaboð Egils til Bam voru einföld. „Mættu með myndbandið óklippt. Ég veit það er til og þegar þú kemur með það þá sýnir það að við höfum rétt fyrir okkur en ekki þú.“ In boston out of the hospital, now off to see my lawyer! Iceland kids, your getting a skatepark, a proper one. A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 23, 2015 at 7:45am PDT Tengdar fréttir 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Allt sem þessi gæi segir á öllum miðlum er kjaftæði,“ segir Egill Thorarensen. Hann var einn skipuleggjanda Secret Solstice hátíðarinnar en hann ásamt Gísla Pálma og þriðja manni veittu Bam Margera áverka á hátíðinni á laugardagskvöld. Egill var í viðtali við Harmageddon á X-977 nú rétt í þessu. „Bam var fyrir löngu búinn að skapa sér óvild út um allt svæðið. Hann veittist að fólki og afgreiðslufólki. Hann áreitti stelpur út um allt svæðið og hann áreitti líka aðra og var með dólg.“ Á upptöku af atvikinu sést hvar Margera labbar inn á svæðið fyrir tónlistarfólk og starfsmenn og Egill og Gísli Pálmi taka á móti honum og lúskra á honum. Í myndbandi sem sjá má inn á Vísi sést hvar Bam segir að yfirlýsingar skipuleggjenda um áreiti Bam hafi verið kjaftæði. Hann hafi átt í útistöðum við mann að nafni Leon Hill sem eitt sinn var fjölmiðlafulltrúi hans. „Þegar þeir komu síðast kynntist Hill mér og landinu og varð ástfanginn af Íslandi. Síðan þá hefur hann starfað fyrir hátíðina. Bam segir að Hill skuldi sér 90.000 dali en það er fásinna. Hann mætir á barinn og ætlar að útkljá þessi mál og ég bið hann vinsamlegast um að gera það annars staðar.“ Egill segir að Bam hafi verið með tvo menn með sér og þeir hafi ætlað sér að tala við Hill. „Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ „Ég hefði alveg getað haldið áfram að taka við höggum og hrákum frá þessum gæjum en ég var orðinn of reiður. Ég reiddist, missti stjórn á mér og það sem ég gerði það gerði ég í bræði. Svo reynir hann að kaupa sér „goodwill“ á Instagram með því að lofa skatepark fyrir íslenska krakka. Við Gísli getum miklu frekar haldið geggjaða tónleika og látið ágóðann renna í skatepark.“ Skilaboð Egils til Bam voru einföld. „Mættu með myndbandið óklippt. Ég veit það er til og þegar þú kemur með það þá sýnir það að við höfum rétt fyrir okkur en ekki þú.“ In boston out of the hospital, now off to see my lawyer! Iceland kids, your getting a skatepark, a proper one. A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 23, 2015 at 7:45am PDT
Tengdar fréttir 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. 23. júní 2015 11:45