Júlíspá Siggu Kling - Sporðdreki: Vanilla gerir þér gott Sigga Kling skrifar 26. júní 2015 10:00 Elsku fagri sporðdrekinn minn. Þú ert gæddur svo góðri eftirtekt að það virðist ekkert fram hjá þér fara. Þú hefur svo mikinn áhuga á fólki og það er eins og þú vitir hvað er að fara að gerast hjá sumum. Þú þarft að efla þennan kraft hjá þér og muna að fyrsta hugsunin er sú rétta. Þú hefur svo mikið fegurðarskyn og þér finnst gaman að sanka að þér einhverju fallegu. Þú ert eins og hrafninn. Það væri gott núna að breyta inni á heimili þínu, pakka niður, gera hlutina einfalda til að byggja upp sterkari orku. Þig vantar orku fyrir næstu skref svo þú skalt búa hana til. Vanilla hefur til að mynda góð áhrif á þig og gefur þér jafnvægi. Ég sé að það er eins og þú sért að búa þig undir að fara í víking. Þú ert að íhuga einhver plön og í guðanna bænum – þú skalt þora! Ef þú ert, elsku sporðdreki, á því tímabili þar sem ekkert hefur verið að gerast í lengri tíma þá þarftu að hrista rimlana. Almættið er tilbúið að hjálpa þér og þú þarft bara að þora. Það er ekkert fegurra en hugrakkur sporðdreki sem ræðst á krókódílinn, þó að hann sé þúsundfalt stærri. Þegar líða tekur á skaltu sækja um stöðuna sem þú býst ekki við að fá. Það er nefnilega að eflast hjá þér sjálfstraustið og ef þú lítur í spegil þá sérðu að þú hefur kraftinn til að gera allt. Þú átt að umfaðma spennuna sem er í þér, hún heldur þér á lífi og gerir allt svo skemmtilegt. En í ástamálunum áttu aftur á móti ekki að umfaðma spennu. Þeir sporðdrekar sem eru á lausu ættu að skoða manneskju sem styrkir þá og er hægt að treysta, það er nóg komið af hinu! Þú átt eftir að finna sanna gleði og gleðin er í hinu smáa, elskan mín. Alls ekki fara inn í sambönd sem eru byggð á vitleysu og blekkingu. Þú hefur ekki tíma til þess.Mottó: Mátturinn býr í núinu og morgundagurinn leysist. Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberi: Leiðtoginn sem lætur ekkert stoppa sig Hjartans viskumikli vatnsberi. Þú ert svo mikið að átta þig á öllu mögulegu núna að það er unun að horfa á. Þú ert til dæmis að átta þig á að það ert þú sem þarft að gera hlutina og að þú getir ekki beðið eftir að aðrir geri þá. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Ljón: Margt á döfinni hjá þér Elsku einstaka ljón. Það væri líklega ekkert að gerast ef þú dveldir ekki á móður jörð. Að sjálfsögðu eru tilfinningarnar búnar að vera þandar eins og flottasta fiðlan í sinfóníunni. Þú hefur verið lítið í þér en einnig stórhuga og haft tröllatrú á öllu. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Krabbi: Þú getur allt Elsku krabbinn minn. Ég get alveg sagt það hundrað prósent að þetta er þitt sumar. Ég er hins vegar ekki að segja að það verði alltaf bara hlátur. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Ekki láta streituna yfirbuga þig Elsku meðvirki fiskur. Ég hef stúderað þig lengi og meðvirkasta fólk í heimi er í þínu merki. Þú ert alltof góður, gefur alltof mikið og svo getur þú orðið innanpirraður. Það er allt í lagi að láta fjúka í sig, vera leiður og fara stundum í fýlu. Þú getur ekki alltaf verið uppistandarinn í partýinu. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Ástin og vináttan umlykur þig Elsku þrautseiga steingeit. Þú gætir bognað en aldrei muntu brotna. Þess vegna líki ég þér við bambusinn. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Orð verða ekki aftur tekin Elsku kraftmikli hrútur. Skemmtileg framkoma þín gerir það að verkum að fólk hlustar á allt sem þú segir. Orð verða ekki aftur tekin, svo vandaðu orðavalið. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Tvíburi: Slepptu örygginu um stund Elsku fallegi tvíburi. Það virðist margt hafa verið að gerast hjá þér. Þú vilt breytingar í líf þitt og það eru mörg tákn búin að vera uppi síðustu tvo mánuði sem sýna þér að það gætu mjög góðir hlutir verið á leið inn í líf þitt. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Vog: Með friðinn að leiðarljósi Varkára en samt öfluga vogin mín. Þú skalt vera þakklát fyrir alla þá heppni sem er að koma til þín og leysir upp leiðindi, ef þér finnst þau hafa verið hjá þér. Þú munt hægt en örugglega sjá að þú ert að gera rétt. Þú átt eftir að gera mjög gott samkomulag við einhvern náinn þér og þér á eftir að líða miklu betur með það. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Nýttu þér heppnina þína Besti, besti bogmaður. Þú hefur svo sterkan kjarna og þú veist alltaf hvað þú ætlar að gera. Þú þarft að gera allt svo vel að maður öfundar þig stundum. Happdrætti Háskóla Íslands sagði að bogmaðurinn og vogin væru heppnustu merkin, miðað við þá sem hafa fengið þar vinninga. Þessu trúi ég. Þú átt að nýta þér að það er yfir þér sérstök heppni. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Naut: Ekki eftir neinu að bíða Elsku litríka naut. Það er ekki eftir neinu að bíða, jafnvægið sem þú þurftir á að halda er komið inn. Flest það sem þú hafðir áhyggjur af er búið að leysast. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Tímabil sameiningar Elsku þrautgóða meyjan mín. Þetta er tímabil sameiningar. Þú munt ákveða að gifta þig eða ert jafnvel nýbúin að því. Það byrja ný sambönd hjá mörgum meyjunum og þú ert sko tilbúin að ganga inn í ljósið, en þú þarft bara að draga frá gardínurnar. 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Elsku fagri sporðdrekinn minn. Þú ert gæddur svo góðri eftirtekt að það virðist ekkert fram hjá þér fara. Þú hefur svo mikinn áhuga á fólki og það er eins og þú vitir hvað er að fara að gerast hjá sumum. Þú þarft að efla þennan kraft hjá þér og muna að fyrsta hugsunin er sú rétta. Þú hefur svo mikið fegurðarskyn og þér finnst gaman að sanka að þér einhverju fallegu. Þú ert eins og hrafninn. Það væri gott núna að breyta inni á heimili þínu, pakka niður, gera hlutina einfalda til að byggja upp sterkari orku. Þig vantar orku fyrir næstu skref svo þú skalt búa hana til. Vanilla hefur til að mynda góð áhrif á þig og gefur þér jafnvægi. Ég sé að það er eins og þú sért að búa þig undir að fara í víking. Þú ert að íhuga einhver plön og í guðanna bænum – þú skalt þora! Ef þú ert, elsku sporðdreki, á því tímabili þar sem ekkert hefur verið að gerast í lengri tíma þá þarftu að hrista rimlana. Almættið er tilbúið að hjálpa þér og þú þarft bara að þora. Það er ekkert fegurra en hugrakkur sporðdreki sem ræðst á krókódílinn, þó að hann sé þúsundfalt stærri. Þegar líða tekur á skaltu sækja um stöðuna sem þú býst ekki við að fá. Það er nefnilega að eflast hjá þér sjálfstraustið og ef þú lítur í spegil þá sérðu að þú hefur kraftinn til að gera allt. Þú átt að umfaðma spennuna sem er í þér, hún heldur þér á lífi og gerir allt svo skemmtilegt. En í ástamálunum áttu aftur á móti ekki að umfaðma spennu. Þeir sporðdrekar sem eru á lausu ættu að skoða manneskju sem styrkir þá og er hægt að treysta, það er nóg komið af hinu! Þú átt eftir að finna sanna gleði og gleðin er í hinu smáa, elskan mín. Alls ekki fara inn í sambönd sem eru byggð á vitleysu og blekkingu. Þú hefur ekki tíma til þess.Mottó: Mátturinn býr í núinu og morgundagurinn leysist. Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberi: Leiðtoginn sem lætur ekkert stoppa sig Hjartans viskumikli vatnsberi. Þú ert svo mikið að átta þig á öllu mögulegu núna að það er unun að horfa á. Þú ert til dæmis að átta þig á að það ert þú sem þarft að gera hlutina og að þú getir ekki beðið eftir að aðrir geri þá. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Ljón: Margt á döfinni hjá þér Elsku einstaka ljón. Það væri líklega ekkert að gerast ef þú dveldir ekki á móður jörð. Að sjálfsögðu eru tilfinningarnar búnar að vera þandar eins og flottasta fiðlan í sinfóníunni. Þú hefur verið lítið í þér en einnig stórhuga og haft tröllatrú á öllu. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Krabbi: Þú getur allt Elsku krabbinn minn. Ég get alveg sagt það hundrað prósent að þetta er þitt sumar. Ég er hins vegar ekki að segja að það verði alltaf bara hlátur. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Ekki láta streituna yfirbuga þig Elsku meðvirki fiskur. Ég hef stúderað þig lengi og meðvirkasta fólk í heimi er í þínu merki. Þú ert alltof góður, gefur alltof mikið og svo getur þú orðið innanpirraður. Það er allt í lagi að láta fjúka í sig, vera leiður og fara stundum í fýlu. Þú getur ekki alltaf verið uppistandarinn í partýinu. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Ástin og vináttan umlykur þig Elsku þrautseiga steingeit. Þú gætir bognað en aldrei muntu brotna. Þess vegna líki ég þér við bambusinn. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Orð verða ekki aftur tekin Elsku kraftmikli hrútur. Skemmtileg framkoma þín gerir það að verkum að fólk hlustar á allt sem þú segir. Orð verða ekki aftur tekin, svo vandaðu orðavalið. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Tvíburi: Slepptu örygginu um stund Elsku fallegi tvíburi. Það virðist margt hafa verið að gerast hjá þér. Þú vilt breytingar í líf þitt og það eru mörg tákn búin að vera uppi síðustu tvo mánuði sem sýna þér að það gætu mjög góðir hlutir verið á leið inn í líf þitt. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Vog: Með friðinn að leiðarljósi Varkára en samt öfluga vogin mín. Þú skalt vera þakklát fyrir alla þá heppni sem er að koma til þín og leysir upp leiðindi, ef þér finnst þau hafa verið hjá þér. Þú munt hægt en örugglega sjá að þú ert að gera rétt. Þú átt eftir að gera mjög gott samkomulag við einhvern náinn þér og þér á eftir að líða miklu betur með það. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Nýttu þér heppnina þína Besti, besti bogmaður. Þú hefur svo sterkan kjarna og þú veist alltaf hvað þú ætlar að gera. Þú þarft að gera allt svo vel að maður öfundar þig stundum. Happdrætti Háskóla Íslands sagði að bogmaðurinn og vogin væru heppnustu merkin, miðað við þá sem hafa fengið þar vinninga. Þessu trúi ég. Þú átt að nýta þér að það er yfir þér sérstök heppni. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Naut: Ekki eftir neinu að bíða Elsku litríka naut. Það er ekki eftir neinu að bíða, jafnvægið sem þú þurftir á að halda er komið inn. Flest það sem þú hafðir áhyggjur af er búið að leysast. 26. júní 2015 10:00 Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Tímabil sameiningar Elsku þrautgóða meyjan mín. Þetta er tímabil sameiningar. Þú munt ákveða að gifta þig eða ert jafnvel nýbúin að því. Það byrja ný sambönd hjá mörgum meyjunum og þú ert sko tilbúin að ganga inn í ljósið, en þú þarft bara að draga frá gardínurnar. 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberi: Leiðtoginn sem lætur ekkert stoppa sig Hjartans viskumikli vatnsberi. Þú ert svo mikið að átta þig á öllu mögulegu núna að það er unun að horfa á. Þú ert til dæmis að átta þig á að það ert þú sem þarft að gera hlutina og að þú getir ekki beðið eftir að aðrir geri þá. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Ljón: Margt á döfinni hjá þér Elsku einstaka ljón. Það væri líklega ekkert að gerast ef þú dveldir ekki á móður jörð. Að sjálfsögðu eru tilfinningarnar búnar að vera þandar eins og flottasta fiðlan í sinfóníunni. Þú hefur verið lítið í þér en einnig stórhuga og haft tröllatrú á öllu. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Krabbi: Þú getur allt Elsku krabbinn minn. Ég get alveg sagt það hundrað prósent að þetta er þitt sumar. Ég er hins vegar ekki að segja að það verði alltaf bara hlátur. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Ekki láta streituna yfirbuga þig Elsku meðvirki fiskur. Ég hef stúderað þig lengi og meðvirkasta fólk í heimi er í þínu merki. Þú ert alltof góður, gefur alltof mikið og svo getur þú orðið innanpirraður. Það er allt í lagi að láta fjúka í sig, vera leiður og fara stundum í fýlu. Þú getur ekki alltaf verið uppistandarinn í partýinu. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Steingeit: Ástin og vináttan umlykur þig Elsku þrautseiga steingeit. Þú gætir bognað en aldrei muntu brotna. Þess vegna líki ég þér við bambusinn. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Hrútur: Orð verða ekki aftur tekin Elsku kraftmikli hrútur. Skemmtileg framkoma þín gerir það að verkum að fólk hlustar á allt sem þú segir. Orð verða ekki aftur tekin, svo vandaðu orðavalið. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Tvíburi: Slepptu örygginu um stund Elsku fallegi tvíburi. Það virðist margt hafa verið að gerast hjá þér. Þú vilt breytingar í líf þitt og það eru mörg tákn búin að vera uppi síðustu tvo mánuði sem sýna þér að það gætu mjög góðir hlutir verið á leið inn í líf þitt. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Vog: Með friðinn að leiðarljósi Varkára en samt öfluga vogin mín. Þú skalt vera þakklát fyrir alla þá heppni sem er að koma til þín og leysir upp leiðindi, ef þér finnst þau hafa verið hjá þér. Þú munt hægt en örugglega sjá að þú ert að gera rétt. Þú átt eftir að gera mjög gott samkomulag við einhvern náinn þér og þér á eftir að líða miklu betur með það. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Nýttu þér heppnina þína Besti, besti bogmaður. Þú hefur svo sterkan kjarna og þú veist alltaf hvað þú ætlar að gera. Þú þarft að gera allt svo vel að maður öfundar þig stundum. Happdrætti Háskóla Íslands sagði að bogmaðurinn og vogin væru heppnustu merkin, miðað við þá sem hafa fengið þar vinninga. Þessu trúi ég. Þú átt að nýta þér að það er yfir þér sérstök heppni. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Naut: Ekki eftir neinu að bíða Elsku litríka naut. Það er ekki eftir neinu að bíða, jafnvægið sem þú þurftir á að halda er komið inn. Flest það sem þú hafðir áhyggjur af er búið að leysast. 26. júní 2015 10:00
Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Tímabil sameiningar Elsku þrautgóða meyjan mín. Þetta er tímabil sameiningar. Þú munt ákveða að gifta þig eða ert jafnvel nýbúin að því. Það byrja ný sambönd hjá mörgum meyjunum og þú ert sko tilbúin að ganga inn í ljósið, en þú þarft bara að draga frá gardínurnar. 26. júní 2015 10:00