Hreyfing komin á kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:09 Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47
Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22