Lífið

Feitasti maður Breta látinn: Var rúmlega fjögur hundruð kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carl Thompson
Carl Thompson mynd/daily mail
Carl Thompson, feitasti maður Breta, er látinn. Hann var aðeins 33 ára gamall og vóg 413 kg.  

Fram kemur í frétt Daily Mail að Thompson hafi pantað sér heimsendar kræsingar rétt áður en hann lést.

Maðurinn lést á heimili sínu í bænum Dover á England en læknar höfðu ítrekað varað hann við, að ef hann myndi halda áfram á sömu leið þá myndi hann deyja.

Hann hafði verið rúmliggjandi í heilt ár og hafði honum verið tilkynnt að ef hann myndi ekki losa sig við um sjötíu prósent af fitu, myndi fara á þessa leið.

Carl Thompson hafði glímt við ofþyngt frá því að hann var lítill drengur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×