Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 2-0 | Langþráður sigur Víkinga Jóhann Óli Eiðsson á Víkingsvelli skrifar 22. júní 2015 23:00 Andri Rúnar Bjarnason reynir skot að marki Fjölnis. vísir/valli Þeir sem horfðu aðeins á töfluna fyrir leiki settu peninga sína vafalaust á það að Fjölnir myndi leggja Víking að velli í kvöld enda liðið í þriðja sæti deildarinnar og gat með réttum úrslitum, fimm marka sigri eða meir, komist á topp deildarinnar. Raunin varð hins vegar sú að Víkingar gegnu af velli með öll stigin þrjú. Bæði lið gerðu tvær breytingar á byrjunarliðum sínum en skörð Fjölnismanna voru öllu stærri. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson var í leikbanni og Daniel Ivanovski, sem hefur verið við hlið hans í sumar, er farinn af landi brott. Haukur Lárusson og Guðmundur Karl Guðmundsson léku sem miðverðir í kvöld. Leikurinn byrjaði afar rólega og hvorugt liðið náði að skapa sér neitt af viti. Víkingar skoruðu mark eftir rúmar tuttugu mínútur en Andri Rúnar Bjarnason var rangstæður að mati aðstoðardómara og fékk það því ekki að skora. Hann fékk gullið tækifæri til að skora mínútu síðar en afgreiðsla hans var ekki góð. Varnarmenn Fjölnis lentu oft í basli með hraða Rolf Toft og það var það sem orsakaði fyrsta mark leiksins. Toft náði að slíta sig lausan frá Hauki Lárussyni og koma skoti á markið. Toft hefur vafalaust átt betri skot í gegnum tíðina en Þórður Ingason í marki Fjölnis réð ekki við boltann. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Annað mark heimamanna kom eftir tíu mínútur af síðari hálfleiknum. Þá stakk Toft varnarmenn af í annað sinn í leiknum en í þetta skiptið renndi hann knettinum út á Davíð Örn Atlason sem skoraði auðveldlega. Undir lok leiksins reyndu Fjölnismenn það sem þeir gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki. Víkingar voru talsvert nær því að skora fleiri mörk og í raun algerir klaufar að gera það ekki. Eitt skiptið voru þeir tveir gegn markverði og öðru sinni þrír gegn einum varnarmanni en afrekuðu að glutra því niður. Það hafði engin áhrif á úrslitin og unnu rauðir og svartir sinn fyrsta sigur frá því í fyrstu umferð. Það sem meira er, þá héldu þeir hreinu í fyrsta skipti í sumar. Þrátt fyrir stigin þrjú eru þeir enn í áttunda sæti en lengra er niður í fallið en áður. Rolf Toft var stórgóður í leiknum og án alls vafa maður leiksins. Með hraða sínum olli hann Fjölnismönnum miklu veseni og hafði að lokum mark og stoðsendingu upp úr krafsinu. Andri Rúnar vann vel uppi á toppnum en fannst helst til of oft í rangstöðu. Einnig er vert að minnast á framlag miðvarðanna Milos Zivkovic og Alan Lowing. Þeim tókst að halda Gunnari Má og Þóri alveg niðri upp á topp og í tvígang náði Milos að sigra skallaeinvígi við Gunnar á slíkan hátt að annað eins hefur ekki sést lengi. Grafarvogsbúar halda þriðja sætinu þrátt fyrir tapið en eru án alls vafa fúlir með frammistöðu sína. Þetta var einfaldlega ekki það Fölnislið sem við höfum vanist það sem af er sumri. Haukur og Guðmundur voru ekki nógu hraðir til að klára dæmið og það virtist skila sér í því að bakverðirnir Arnór Eyvar og Viðar voru ragir við að aðstoða kanntmennina. Aron Sigurðarsson virtist á stundum ætla að gera Dofra Snorrasyni, sem lék í hægri bakverði í kvöld, lífið leitt en virtist svo gleyma því jafnharðan. Bæði hann og Ragnar Leósson eiga meira inni en þeir sýndu í kvöld. Fjölnir náði nokkrum skotum í kvöld en þau voru flest af löngu færi og nær undantekningalaust enduðu þau í varnarmanni áður en þau gátu orðið Thomas Nielsen til ama. Þeir uppskáru nokkrar hornspyrnur en náðu einfaldlega alls ekki að færa sér þær í nyt. Víkingar fara í heimsókn í Lautina í næstu umferð en sá leikur fer fram á föstudag. Fylkismenn eru aðeins sæti fyrir ofan þá í deildinni og ljóst að ef Víkingar ríða feitum hesti frá þeirri viðureign að þeir geta kvatt neðri helminginn í bili. Fjölnis bíður hins vegar toppslagur við FH í Grafarvoginum. Eigi ekki að fara illa verða þeir að standa vaktina betur en þeir gerðu í kvöld.Milos: Það eina sem ég gerði var að fara í flott jakkaföt „Þetta voru eiginlega það eina sem var hreint eftir að ég var á 25 daga námskeiði erlendis,” sagði Milos Milojevic eftir sigurinn en hann stóð vaktina í stað Ólafs Þórðarssonar sem var í leikbanni. Milos kom fyrr heim af námskeiðinu út af banninu. „Ég hef klætt mig eftir veðri að undanförnu og það var frábært fótboltaveður í dag svo ég henti mér í flott jakkaföt og flotta skó.“ Strákarnir hans Milos klæddu sig líka í sparifötin í kvöld og stóðu sig stór vel allan leikinn. Fyrsti sigur Víkings frá í fyrstu umferð og þeir héldu hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. „Við tókum þrjú stig gegn flottu og spræku Fjölnisliði sme hefur verið spila frábæran fótbolta og náð frábærum úrslitum í fyrstu umferðum mótsins. Það eina sem ég gerði var að klæða mig í flott jakkaföt og fara eftir uppstillingunni hjá Óla og það gekk allt upp hjá okkur.“ Fjölnismenn voru í basli með leikinn og upplegg heimamanna gekk upp allan leikinn. „Við vissum að þeir þyrftu að breyta sínu liði en á endanum þá eru þetta ellefu af okkar strákum á móti ellefu af þeirra ellefu. Þá snýst þetta um að velja réttu augnablikin til að gera réttu hlutina og þeir gerðu það. Þetta var karakter og tempó upp á tíu í kvöld.“ Gústi Gylfa: Toft fékk að róla um allan völl „Við vorum í erfiðleikum allan leikinn og sáum var til sólar,“ sagði Ágúst Gylfason eftir leikinn. „Þeir mættu vel stemmdir og riðluðu okkar leik algerlega. Þeir voru flottir í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilinn.“ Plan Fjölnis gekk út á að stöðva Rolf Toft en hann átti stórleik. „Við réðum ekkert við hann og hann fékk að róla alveg út um allan völl og átti frábæran leik. Við féllum neðarlega og hann fékk mikið pláss milli varnar og miðju.“ Fjölnismenn söknuðu hafsentaparsins síns í formi Bergsveins Ólafssonar og Daniel Ivanovski sem er horfinn á braut til heimalandsins. Ágúst segir að Fjölnir muni styrkja sig í glugganum. „Það er löngu ákveðið að fá menn til liðsins. Það er áfall að missa Ivanovski en við ætlum að fá tvo til þrjá leikmenn. Það eru þrír leikir í að glugginn opni og við verðum að halda áfram þangað til. Enn er ekkert fast en við erum að leita bæði hér á landi og erlendis.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Þeir sem horfðu aðeins á töfluna fyrir leiki settu peninga sína vafalaust á það að Fjölnir myndi leggja Víking að velli í kvöld enda liðið í þriðja sæti deildarinnar og gat með réttum úrslitum, fimm marka sigri eða meir, komist á topp deildarinnar. Raunin varð hins vegar sú að Víkingar gegnu af velli með öll stigin þrjú. Bæði lið gerðu tvær breytingar á byrjunarliðum sínum en skörð Fjölnismanna voru öllu stærri. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson var í leikbanni og Daniel Ivanovski, sem hefur verið við hlið hans í sumar, er farinn af landi brott. Haukur Lárusson og Guðmundur Karl Guðmundsson léku sem miðverðir í kvöld. Leikurinn byrjaði afar rólega og hvorugt liðið náði að skapa sér neitt af viti. Víkingar skoruðu mark eftir rúmar tuttugu mínútur en Andri Rúnar Bjarnason var rangstæður að mati aðstoðardómara og fékk það því ekki að skora. Hann fékk gullið tækifæri til að skora mínútu síðar en afgreiðsla hans var ekki góð. Varnarmenn Fjölnis lentu oft í basli með hraða Rolf Toft og það var það sem orsakaði fyrsta mark leiksins. Toft náði að slíta sig lausan frá Hauki Lárussyni og koma skoti á markið. Toft hefur vafalaust átt betri skot í gegnum tíðina en Þórður Ingason í marki Fjölnis réð ekki við boltann. Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum. Annað mark heimamanna kom eftir tíu mínútur af síðari hálfleiknum. Þá stakk Toft varnarmenn af í annað sinn í leiknum en í þetta skiptið renndi hann knettinum út á Davíð Örn Atlason sem skoraði auðveldlega. Undir lok leiksins reyndu Fjölnismenn það sem þeir gátu til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki. Víkingar voru talsvert nær því að skora fleiri mörk og í raun algerir klaufar að gera það ekki. Eitt skiptið voru þeir tveir gegn markverði og öðru sinni þrír gegn einum varnarmanni en afrekuðu að glutra því niður. Það hafði engin áhrif á úrslitin og unnu rauðir og svartir sinn fyrsta sigur frá því í fyrstu umferð. Það sem meira er, þá héldu þeir hreinu í fyrsta skipti í sumar. Þrátt fyrir stigin þrjú eru þeir enn í áttunda sæti en lengra er niður í fallið en áður. Rolf Toft var stórgóður í leiknum og án alls vafa maður leiksins. Með hraða sínum olli hann Fjölnismönnum miklu veseni og hafði að lokum mark og stoðsendingu upp úr krafsinu. Andri Rúnar vann vel uppi á toppnum en fannst helst til of oft í rangstöðu. Einnig er vert að minnast á framlag miðvarðanna Milos Zivkovic og Alan Lowing. Þeim tókst að halda Gunnari Má og Þóri alveg niðri upp á topp og í tvígang náði Milos að sigra skallaeinvígi við Gunnar á slíkan hátt að annað eins hefur ekki sést lengi. Grafarvogsbúar halda þriðja sætinu þrátt fyrir tapið en eru án alls vafa fúlir með frammistöðu sína. Þetta var einfaldlega ekki það Fölnislið sem við höfum vanist það sem af er sumri. Haukur og Guðmundur voru ekki nógu hraðir til að klára dæmið og það virtist skila sér í því að bakverðirnir Arnór Eyvar og Viðar voru ragir við að aðstoða kanntmennina. Aron Sigurðarsson virtist á stundum ætla að gera Dofra Snorrasyni, sem lék í hægri bakverði í kvöld, lífið leitt en virtist svo gleyma því jafnharðan. Bæði hann og Ragnar Leósson eiga meira inni en þeir sýndu í kvöld. Fjölnir náði nokkrum skotum í kvöld en þau voru flest af löngu færi og nær undantekningalaust enduðu þau í varnarmanni áður en þau gátu orðið Thomas Nielsen til ama. Þeir uppskáru nokkrar hornspyrnur en náðu einfaldlega alls ekki að færa sér þær í nyt. Víkingar fara í heimsókn í Lautina í næstu umferð en sá leikur fer fram á föstudag. Fylkismenn eru aðeins sæti fyrir ofan þá í deildinni og ljóst að ef Víkingar ríða feitum hesti frá þeirri viðureign að þeir geta kvatt neðri helminginn í bili. Fjölnis bíður hins vegar toppslagur við FH í Grafarvoginum. Eigi ekki að fara illa verða þeir að standa vaktina betur en þeir gerðu í kvöld.Milos: Það eina sem ég gerði var að fara í flott jakkaföt „Þetta voru eiginlega það eina sem var hreint eftir að ég var á 25 daga námskeiði erlendis,” sagði Milos Milojevic eftir sigurinn en hann stóð vaktina í stað Ólafs Þórðarssonar sem var í leikbanni. Milos kom fyrr heim af námskeiðinu út af banninu. „Ég hef klætt mig eftir veðri að undanförnu og það var frábært fótboltaveður í dag svo ég henti mér í flott jakkaföt og flotta skó.“ Strákarnir hans Milos klæddu sig líka í sparifötin í kvöld og stóðu sig stór vel allan leikinn. Fyrsti sigur Víkings frá í fyrstu umferð og þeir héldu hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. „Við tókum þrjú stig gegn flottu og spræku Fjölnisliði sme hefur verið spila frábæran fótbolta og náð frábærum úrslitum í fyrstu umferðum mótsins. Það eina sem ég gerði var að klæða mig í flott jakkaföt og fara eftir uppstillingunni hjá Óla og það gekk allt upp hjá okkur.“ Fjölnismenn voru í basli með leikinn og upplegg heimamanna gekk upp allan leikinn. „Við vissum að þeir þyrftu að breyta sínu liði en á endanum þá eru þetta ellefu af okkar strákum á móti ellefu af þeirra ellefu. Þá snýst þetta um að velja réttu augnablikin til að gera réttu hlutina og þeir gerðu það. Þetta var karakter og tempó upp á tíu í kvöld.“ Gústi Gylfa: Toft fékk að róla um allan völl „Við vorum í erfiðleikum allan leikinn og sáum var til sólar,“ sagði Ágúst Gylfason eftir leikinn. „Þeir mættu vel stemmdir og riðluðu okkar leik algerlega. Þeir voru flottir í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilinn.“ Plan Fjölnis gekk út á að stöðva Rolf Toft en hann átti stórleik. „Við réðum ekkert við hann og hann fékk að róla alveg út um allan völl og átti frábæran leik. Við féllum neðarlega og hann fékk mikið pláss milli varnar og miðju.“ Fjölnismenn söknuðu hafsentaparsins síns í formi Bergsveins Ólafssonar og Daniel Ivanovski sem er horfinn á braut til heimalandsins. Ágúst segir að Fjölnir muni styrkja sig í glugganum. „Það er löngu ákveðið að fá menn til liðsins. Það er áfall að missa Ivanovski en við ætlum að fá tvo til þrjá leikmenn. Það eru þrír leikir í að glugginn opni og við verðum að halda áfram þangað til. Enn er ekkert fast en við erum að leita bæði hér á landi og erlendis.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira