Lífið

Fólkið á Secret Solstice: Enn að venjast því að það sé bjart allan sólarhringinn

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Matthew og Eryn eru ánægð með hátíðina og höfðu gaman af The Wailers.
Matthew og Eryn eru ánægð með hátíðina og höfðu gaman af The Wailers. Mynd/GyðaLóa
Matthew Schmidt og Eryn Thorsley koma frá Kanada og hafa verið hér í rúma viku.

„Við sáum hátíðina á netinu og skipulögðum ferðina hálfpartinn í kringum hana," segir Matthew en þau keyptu miða á Secret Solstice fyrir talsvert löngu síðan.

Matthew og Eryn hafa líkt og áður sagði dvalið hér á landi í rúma viku og fara í næstu viku til Írlands en koma svo aftur til Íslands og ferðast þá um norðurland.

Þau eru ánægð með dvölina þó þau eigi enn erfitt með að venjast því að bjart sé tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins. 

Skötuhjúin voru spennt að sjá Flight Facilities á föstudaginn en misstu því miður af þeim en voru afskaplega ánægð með The Wailers og segja hátíðina hafa verið alveg frábæra og góða stemningu á hátíðarsvæðinu í Laugardalnum.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×