Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira