Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira