Innlent

Sólin skín á landann út vikuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Næstu daga verða kjöraðstæður til að snæða utandyra.
Næstu daga verða kjöraðstæður til að snæða utandyra. vísir/pjetur
„Það verður áfram flott veður á landinu öllu nema kannski suðausturlandi,“ Sibylle von Löwis of Menar, hópstjóri veðurmælikerfa hjá Veðurstofu Íslands. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að sú gula hefur látið sjá sig í ríkara mæli að undanförnu heldur en landsmenn hafa vanist.

Sólin mun halda áfram að skína næstu daga þó líklega verði nokkrum gráðum svalara en í dag. Hitinn í dag varð mestur 19°C á nokkrum stöðum, til dæmis í Húsafelli og á Þingvöllum.

Norðan og vestan lands verður bjart og hlýnar en talsvert hlýrra verður á Norðurlandi. Á suðvesturlandi verður frekar milt en á Vestfjörðum má gera ráð fyrir hæstu hitatölum það sem af er sumri. Staðir sem þjást af hafgolu geta orðið fyrir barðinu á síðdegisskúrum.

„Þetta veður er í kortunum áfram hjá okkur alveg fram að helgi og fram á laugardag. Enn sem komið er sjáum við ekki lengra en það,“ segir Sibylle.

Hægt er að fylgjast með nýjustu fregnum af veðrinu inn á Veðurvísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×