Sport

Arna Stefanía hreppti brons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arna Stefanía á siglingunni.
Arna Stefanía á siglingunni. vísir/frí
Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupadrottning úr FH, lenti í þriðja sæti í 400 metra grindahlaupi í Búlgaríu, en þar er landsliðið við keppni í annari deild Evrópumóts landsliða.

Arna Stefanía hljóp á 58.79, en það er hennar besti tími. Áður var hennar besti tími 60,77 sekúndur og því bætingin tæplega tvær sekúndur. Hún nældi sér í sex stig fyrir Ísland með þessu frábæra hlaupi.

Sara Petersen lenti í fyrsta sætinu, en Sara er frá Danmörku. Hún hljóp á 55.13, en næst kom Vania Stambolova á 58.56. Vania hleypur fyrir heimamenn í Búlgaríu.

Ari Bragi Kárason var að hlaupa hundrað metrana, en hann kom í mark á 10.82 sek og endaði í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×