Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 18:00 Myndin sýnir sviðsett heimilisofbeldi og sýnir ekki aðila málsins. vísir/getty Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira