Gerir ráð fyrir 250 íbúðum á lóð Ríkisútvarpsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 16:06 Vinningstillaga Arkþing mynd/aðsend Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira