Gerir ráð fyrir 250 íbúðum á lóð Ríkisútvarpsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 16:06 Vinningstillaga Arkþing mynd/aðsend Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Tillaga Arkþing um skipulag lóðar RÚV við Efstaleiti bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og RÚV. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynntu um niðurstöðu samkeppninnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í dag. Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir að að byggingarmagn á lóðinni sé samtals um 31.500 m2, yfir 250 íbúðum til viðbótar við umtalsvert rými fyrir skrifstofu og þjónustubyggingar. Mynd/aðsendSamkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og dómnefnd skilaði einróma niðurstöðu. Í áliti dómnefndar segir:Höfundar vinna markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum.Ný byggð er í góðu jafnvægi við kvarða nærliggjandi byggðar, t.d. húsa við Neðstaleiti og Stóragerði svo dæmi sé tekið. Hlutfall á milli einkarýma og garða og tengsl þeirra við samgönguás gangandi og hjólandi umferðar er sannfærandi.Höfundar virðast vinna með grunnform Útvarpshússins og opna á milli húsa fyrir sýn að Útvarpshúsinu sem tryggir því áframhaldandi sess í sínu umhverfi. Á suðurhluti lóðarinnar er sýnd atvinnustarfsemi en þó mætti ímynda sér að viss blöndun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis væri þar möguleg, t.d. íbúðarhúsnæði á efri hæðum.Allt flæði um lóðina er vel leyst og aðgengi í gegnum lóðina fyrir hjólandi, gangandi og akandi umferð er gott.Framsetning er mjög góð og kemur hugmyndum höfunda vel til skila. Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Alls bárust 16 umsóknir um þáttöku og voru fimm aðilar valdir til að skila inn tillögum. RÚV hefur auglýst til sölu byggingarrétt á lóðinni við Efstaleiti. Um er að ræða glæsilega útsýnis lóð, sem er vel staðsett miðsvæðis í borginni við skjólgóða útivistarparadís, í rótgróinni byggð með mikla möguleika fyrir aukna þjónustu og atvinnurekstur. Markmiðið með samstarfi Reykjavíkurborgar og RÚV er að Reykjavíkurborg nái fyrirætlunum sínum um þéttingu byggðar og fleiri leiguíbúðir og RÚV hyggst að nýta ávinningin til að lækka skuldir félagsins sem er yfirskuldsett frá fyrri tíð og hefur stjórn RÚV lagt ríka áherslu á að leysa úr þeim uppsafnaða vanda.Frá athöfnininni í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.Mynd/aðsend
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira