Hugum að hjólreiðafólki Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:53 FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan. Bílar video Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent
FÍB í samstarfi við verkefnið Hjólabætum Ísland, kynnti nú í morgun fyrir blaða- og fréttamönnum hið nýja umferðaröryggisátak Hjól í huga. Auk fréttamanna voru viðstaddir kynninguna sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarinnar, lögreglumenn sem komu til fundarins á reiðhjólum og mótorhjólum, fulltrúar verkefnisins Hjólabætum Ísland, frá Samgöngustofu og rannsóknanefnd samgönguslysa. Kynningin fór fram í starfsstöð FÍB að Skúlagötu 19 og henni stýrði Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir, en Kristín situr í stjórn FÍB. Frumsýnt var nýtt myndband sem FÍB sem sýnir á táknrænan hátt hversu viðkvæmir þeir vegfarendur eru sem fara ferða sinna á reiðhjólum og vélhjólum og undirstrikar nauðsyn þess að hinir vörðu vegfarendur í bílunum sýni aðgát og tillitssemi. Mjög athyglivert myndskeið, til kynningar þessu átaki, sést hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent