Fótbolti

Muntari farinn frá Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muntari og Claudio Marchisio, leikmaður Juventus, eigast við.
Muntari og Claudio Marchisio, leikmaður Juventus, eigast við. vísir/getty
AC Milan og Sulley Muntari hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið.

Muntari átti eitt ár eftir af samningi sínum við ítalska liðið en hann var ekki í náðinni hjá Filippo Inzaghi, fyrrverandi knattspyrnustjóra Milan, á síðasta tímabili. Milan endaði í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Muntari hefur lengst af leikið á Ítalíu, fyrst með Udinese 2002-07 en þaðan fór hann til Portsmouth á Englandi. Hann varð  bikarmeistari með liðinu vorið 2008.

Ghana-maðurinn fór svo til Inter og lék með liðinu í fjögur ár. Hann vann ítölsku deildina í tvígang með Inter og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Muntari var tvívegis lánaður frá Inter, fyrst til Sunderland og svo til erkifjendanna í Milan. Hann gekk svo endanlega til liðs við Milan sumarið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×