Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. júní 2015 12:24 Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Rúmlega 200 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda um mánaðamótin september/október. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka eftir að skrifað var undir nýjan kjarasamning. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram að berast á Landspítalanum en fyrir helgi höfðu yfir 200 sagt upp störfum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna alvarlega. „Það er náttúrulega alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp. Sérstaklega þegar það bætist svo ofan á það að fyrir var svo sem skortur á hjúkrunarfræðingum á ákveðnum stöðum og við höfum verið að berjast fyrir því aðlaða að fólk í fagið. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ segir hann. Um fjörutíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild spítalans í Fossvogi hafa sagt upp störfum og sjötíu og fimm prósent hjúkrunarfræðinga á hjarta- og æðaþræðingastofu. „Náist ekki sátt er alveg ljóst að á ákveðnum sérhæfðum stöðum, eins og þessum sem þú nefnir, stefnir hugsanlega í mikil vandræði og þá munum við þurfa að bregðast við því. Hins vegar vil ég minna á að það er töluverður tími til stefnu og ekki ástæða til að örvænta enn þó vissulega séu þetta alvarleg tíðindi,“ segir hann. Uppsagnirnar bætast við þann skort á hjúkrunarfræðinga sem fyrir var. „Til lengri tíma þá er alveg ljóst, og við höfum verið að kortleggja það hvar mun vanta hjúkrunarfræðinga á næstu árum, og það er rétt að það mun almennt vanta hjúkrunarfræðinga en sérstaklega í ákveðnum sérgreinum. Það sama gildir um lífeindafræðinga og fleiri stéttir. Við höfum viljað fara í markvisst átak til að bæta mönnun í þessum stéttum og þegar það óróleiki er um kaup og kjör þá, gefur að skilja, truflast starfið að laða að nýtt starfsfólk,“ segir forstjórinn. Páll segist ekki geta svarað því hvort hann telji að nýr kjarasamningur hjúkrunarfræðinga verði samþykktur og sátt náist um kjör stéttarinnar. Hann segist þó vonast til að sátt náist þar sem það sé algjört lykilatriði til lengri tíma uppbyggingar að hér á landi sé öflugt starfsfólk og nóg af því.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira