„Það er verið að flæma okkur í burtu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 12:45 Valgerður Kristjánsdóttir er einn þeirra íbúa sem eru ósáttir við bréf sem barst í vikunni ásamt nýjum leigusamningi. Vísir Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. Meðfylgjandi var nýr samningur og tilkynning um að endurnýja þurfi húsaleigusamning við leigjendur. Íbúar eru ósáttir en ráðgjafi hjá leigufélaginu segir að ekki sé verið að brjóta á neinum. Forsaga málsins er sú að leigufélagið Tjarnarverk keypti tæplega níutíu íbúðir í Reykjanesbæ af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Leigjendur fengu tilkynningu þess efnis bréfleiðis þar sem fram kom að Tjarnarverk tæki yfir réttindi og skyldur og um leið að innheimta leigu. Bréfið má sjá hér til hliðar. Um er að ræða íbúa í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogum.Bréfið sem íbúar fengu inn um lúguna í vikunni. Hægt er að smella á bréfið til að sjá það stærra.Leigan mun hækka um tæplega 40% Valgerður Kristjánsdóttir, íbúí í Innri Njarðvík, var ein þeirra sem fékk svo bréf og drög að nýjum samningi á mánudaginn. Henni blöskraði. Í bréfinu, sem má sjá hér til hliðar, segir að frá og með 1. júlí muni leiguverð breytast þar sem Tjarnarverk ehf hafi keypt reksturinn og sé nýtt leigufélag viðkomandi. „Því ber að tilkynna að endurnýja þarf húsaleigusamning við leigjendur. Fermetraverð mun breytast (sjá samning). Húsaleiga verður áfram tengd neysluvísitölu og endurskoðast á 1. árs fresti.“ Bréfinu fylgir svo nýr samningur, frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016. Í tilfelli Valgerðar hækkaði leiguverðið úr rúmlega 142 þúsund krónur í rúmlega 197 þúsund krónur eða um tæplega 40%. Leigusamningur Valgerðar rennur út í febrúar.Nýja samninginn má sjá hér að neðan.Nýi leigusamningurinn sem Gerður fékk í vikunni. Leigan mun hækka um tæplega 40%.Aðeins verið að hækka útrunna leigusamninga Reynir Kristinsson, ráðgjafi hjá Tjarnarverk, segir í samtali við Vísi að leigjendur hafi misskilið bréfið og samninginn sem borist hafi til þeirra. Í tilfelli Valgerðar, sem blaðamaður bar undir Reyni, gildir yfirstandandi samningur til 1. febrúar. Aðeins sé verið að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða þeim upp á eins árs samning frá og með morgundeginum. Um leið er minnt á að leiguverðið muni hækka sem þessu nemi þegar samningur renni út. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi það tíma til þess að finna sér annað húsnæði. „Það er bara verið að hækka þá leigusamninga sem eru útrunnir,“ segir Reynir. Þeir séu fjölmargir. Aðspurður hvort að ekki hafi verið eðlilegt að fólk misskildi þetta í ljósi þess hve bréfið virðist afdráttarlaust og nýr samningur dagsettur frá og með morgundeginum er Reynir því ekki sammála. Auk þess sé fólki í bréfinu bent á að hafa samband vakni spurningar. Það hafi margir gert. Aðspurður hafi hann ekki merkt sérstaka óánægju hjá þeim sem hringt hafi. En ef fólk sé ósátt þá auðvitað segi það bara upp og fari annað.Segist ekki hafa um neitt að velja Í tilfelli Valgerðar hækkar leiguverðið sem fyrr segir um tæplega 40 prósent. Reynir segir að viðmiðið hjá þeim sé fermetraverð á milli 1500 og 1600 krónur. Það sé mun lægra en tilfellið sé á höfuðborgarsvæðinu sem dæmi. „Við erum að miða við það markaðsverð sem verið hefur í gangi,“ segir Reynir.Í samantekt hjá Þjóðskrá frá því sumarið 2014 má sjá viðmið fyrir leiguverð á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu fer það yfir 2000 krónur/m2 fyrir minni íbúðir en fermetraverð á Suðurnesjum fer hæst í 1200 krónur/m2 fyrir minnstu íbúðir. Valgerður segist ekki ætla að skrifa undir nýjan samning eins og hann lítur út í dag. Hún hafi búið í íbúðinni í sex ár, börnin séu þar í skóla og henni hugnist ekki að yfirgefa hverfið. Nýtt leiguverð er hins vegar alltof hátt fyrir hana. „Ef þetta verður svona þá hef ég ekki um neitt að velja,“ segir Valgerður. „Það er verið að flæma okkur í burtu. Þetta er ekkert annað.“ Hún minnir á ástandið á Suðurnesjum þar sem möguleiki á vel launuðum störfum sé ekki á hverju strái. Í hennar tilfelli sæki hún vinnu til Hafnarfjarðar. Aðspurður hvort ekki sé um hátt fermetraverð að ræða fyrir Suðurnesin segir Reynir að svo finnist honum ekki vera.Margir ósáttirTöluverð umræða hefur myndast um nýju leigusamningana í hópnum Íbúar Innri Njarðvíkur á Facebook. Fjölmargir eru í áfalli yfir hækkandi verði og skildu bréfið og nýja samninginn á sama hátt oa Valgerður. „Mig langar að fara að gráta! Veit ekkert hvað ég á að gera!!! Ætla að segja upp strax,“ segir einn leigjandi. Nýi leigusamningur hans hljóðar upp á 242 þúsund krónur á mánuði. Fleiri taka í svipaðan streng. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Fjölmargir íbúar í Reykjanesbæ fengu bréf í póstinum í vikunni. Þar var þeim tilkynnt að innan nokkurra daga, þann 1. júlí, myndi leiguverð hækka um tugi þúsunda. Meðfylgjandi var nýr samningur og tilkynning um að endurnýja þurfi húsaleigusamning við leigjendur. Íbúar eru ósáttir en ráðgjafi hjá leigufélaginu segir að ekki sé verið að brjóta á neinum. Forsaga málsins er sú að leigufélagið Tjarnarverk keypti tæplega níutíu íbúðir í Reykjanesbæ af Íbúðalánasjóði í maí síðastliðnum. Leigjendur fengu tilkynningu þess efnis bréfleiðis þar sem fram kom að Tjarnarverk tæki yfir réttindi og skyldur og um leið að innheimta leigu. Bréfið má sjá hér til hliðar. Um er að ræða íbúa í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogum.Bréfið sem íbúar fengu inn um lúguna í vikunni. Hægt er að smella á bréfið til að sjá það stærra.Leigan mun hækka um tæplega 40% Valgerður Kristjánsdóttir, íbúí í Innri Njarðvík, var ein þeirra sem fékk svo bréf og drög að nýjum samningi á mánudaginn. Henni blöskraði. Í bréfinu, sem má sjá hér til hliðar, segir að frá og með 1. júlí muni leiguverð breytast þar sem Tjarnarverk ehf hafi keypt reksturinn og sé nýtt leigufélag viðkomandi. „Því ber að tilkynna að endurnýja þarf húsaleigusamning við leigjendur. Fermetraverð mun breytast (sjá samning). Húsaleiga verður áfram tengd neysluvísitölu og endurskoðast á 1. árs fresti.“ Bréfinu fylgir svo nýr samningur, frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016. Í tilfelli Valgerðar hækkaði leiguverðið úr rúmlega 142 þúsund krónur í rúmlega 197 þúsund krónur eða um tæplega 40%. Leigusamningur Valgerðar rennur út í febrúar.Nýja samninginn má sjá hér að neðan.Nýi leigusamningurinn sem Gerður fékk í vikunni. Leigan mun hækka um tæplega 40%.Aðeins verið að hækka útrunna leigusamninga Reynir Kristinsson, ráðgjafi hjá Tjarnarverk, segir í samtali við Vísi að leigjendur hafi misskilið bréfið og samninginn sem borist hafi til þeirra. Í tilfelli Valgerðar, sem blaðamaður bar undir Reyni, gildir yfirstandandi samningur til 1. febrúar. Aðeins sé verið að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða þeim upp á eins árs samning frá og með morgundeginum. Um leið er minnt á að leiguverðið muni hækka sem þessu nemi þegar samningur renni út. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi það tíma til þess að finna sér annað húsnæði. „Það er bara verið að hækka þá leigusamninga sem eru útrunnir,“ segir Reynir. Þeir séu fjölmargir. Aðspurður hvort að ekki hafi verið eðlilegt að fólk misskildi þetta í ljósi þess hve bréfið virðist afdráttarlaust og nýr samningur dagsettur frá og með morgundeginum er Reynir því ekki sammála. Auk þess sé fólki í bréfinu bent á að hafa samband vakni spurningar. Það hafi margir gert. Aðspurður hafi hann ekki merkt sérstaka óánægju hjá þeim sem hringt hafi. En ef fólk sé ósátt þá auðvitað segi það bara upp og fari annað.Segist ekki hafa um neitt að velja Í tilfelli Valgerðar hækkar leiguverðið sem fyrr segir um tæplega 40 prósent. Reynir segir að viðmiðið hjá þeim sé fermetraverð á milli 1500 og 1600 krónur. Það sé mun lægra en tilfellið sé á höfuðborgarsvæðinu sem dæmi. „Við erum að miða við það markaðsverð sem verið hefur í gangi,“ segir Reynir.Í samantekt hjá Þjóðskrá frá því sumarið 2014 má sjá viðmið fyrir leiguverð á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu fer það yfir 2000 krónur/m2 fyrir minni íbúðir en fermetraverð á Suðurnesjum fer hæst í 1200 krónur/m2 fyrir minnstu íbúðir. Valgerður segist ekki ætla að skrifa undir nýjan samning eins og hann lítur út í dag. Hún hafi búið í íbúðinni í sex ár, börnin séu þar í skóla og henni hugnist ekki að yfirgefa hverfið. Nýtt leiguverð er hins vegar alltof hátt fyrir hana. „Ef þetta verður svona þá hef ég ekki um neitt að velja,“ segir Valgerður. „Það er verið að flæma okkur í burtu. Þetta er ekkert annað.“ Hún minnir á ástandið á Suðurnesjum þar sem möguleiki á vel launuðum störfum sé ekki á hverju strái. Í hennar tilfelli sæki hún vinnu til Hafnarfjarðar. Aðspurður hvort ekki sé um hátt fermetraverð að ræða fyrir Suðurnesin segir Reynir að svo finnist honum ekki vera.Margir ósáttirTöluverð umræða hefur myndast um nýju leigusamningana í hópnum Íbúar Innri Njarðvíkur á Facebook. Fjölmargir eru í áfalli yfir hækkandi verði og skildu bréfið og nýja samninginn á sama hátt oa Valgerður. „Mig langar að fara að gráta! Veit ekkert hvað ég á að gera!!! Ætla að segja upp strax,“ segir einn leigjandi. Nýi leigusamningur hans hljóðar upp á 242 þúsund krónur á mánuði. Fleiri taka í svipaðan streng.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira