Segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2015 10:31 Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent. Wow Cyclothon Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira
Íris Thelma segir hjálminn hafa bjargað lífi sínu þegar hún datt á höfuðið í WOW Cyclothon. Íris var að keppa í Vodafone Red liðinu þegar slysið átti sér stað. Íris var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og með henni var Sigrún A. Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS. Hún mætti með hjálminn sem var mjög brotinn. Hún segir ekki fara á milli mála hvað hefði gerst, ef hún hefði ekki verið með hjálminn. „Þá væri ég ekki hér.“ Íris sleppti höndunum af stýrinu og fór á lítinn stein á veginum. „Þar sem þessi dekk eru svo rosalega mjó þarf svo lítið til og við það að vera ekki með hendurnar á stýrinu fer hjólið til hliðar og ég dett. Þau giska að ég hafi verið á svona 25 kílómetra hraða.“ Íris féll á hægri hliðina, en hún segist bara muna eftir fallinu sjálfu. Hún man ekki eftir högginu. Næstu stundir hennar eru mjög gloppóttar í minni hennar og man hún bara einstök atriði. Þó stóð Íris sjálf á fætur og gekk sjálf inn í bílinn. Þar að auki talaði hún við liðsfélaga sína svo þau töldu þetta ekki hafa verið alvarlegt. Hjúkrunarfræðingur sem einnig var að keppa skoðaði Írisi og sagði liðsfélögum hennar að hringja á sjúkrabíl. Sem var gert og fór Íris á sjúkrahús á Akureyri.Jákvæð þróun Sigrún sagði að rannsóknir sýni að hjálmurinn verji fólk fyrir höfuðáverkum í 70 prósent tilfella og um 80 prósent í alvarlegum höfuðáverkum. „Það að vera með hjálminn skiptir ótrúlega miklu máli og það er mjög jákvætt að sjá þá þróun sem hefur verið síðustu ár. Sérstaklega hjá einstaklingum sem eru að nota hjólið sem samgöngumáta. Þar erum við að sjá miklu meiri notkun á hjálminum.“ Hún segir að kannanir hafi byrjað fyrir fjórum árum í „hjólað í vinnuna“ og þá hafi notkunin verið 74 prósent. Nú sé hlutfallið komið í 87 prósent.
Wow Cyclothon Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Fleiri fréttir Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Sjá meira