Innlent

Væsir ekki um íslenska ferðamenn á Grikklandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Íslenskir ferðamenn í Grikklandi hafa ekki orðið fyrir barðinu á banka-og gjaldeyriskreppunni í Grikklandi því takmarkanir á úttektum í hraðbönkum ná ekki til útlendinga. Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan í gær og geta landsmenn aðeins tekið 60 evrur á dag út úr hraðbönkum, eða um 8.800 krónur.

Guðrún Þorsteinsdóttir er fararstjóri 130 manna hóps Íslendinga á Krít. Hún segir stöðuna ekkert hafa bitnað á hópnum.

„Ferðamannaiðnaðurinn er þeirra aðalatvinnugrein þannig að það berjast náttúrulega allir fyrir því að láta þetta bitna sem minnst á ferðamönnum og reyna að passa þá,“ segir Guðrún.

Hún segir ferðamenn vera í tiltölulega vernduðu umhverfi og bætir við að kreppan bitni því ekki mikið á útlendingum. Heimamenn finni aðallega fyrir ástandinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×