Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 21:58 Vísir/Ernir Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira